© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
30.7.2015 | 23:37 | elli
U18 karla – Sigur gegn Svíum
U18 ára landslið karla lék í kvöld sinn sjöunda leik á EM í Austurríki er þeir mættu Svíum í milliriðli. Fyrir leik kvöldsins var ljóst að Ísland varð að vinna með 17 stigum til að komast í undanúrslit mótsins en þangað voru komin þegar Slóvenía, Pólland og Ísrael. Strákarnir lögðu allt í sölurnar í kvöld og leiddu mest með 13 stigum og 12 stig skyldu að þegar fjórði leikhluti hófst. Svíar minnkuðu muninn og á lokasprettinum þegar Ísland leiddi með 8 stigum urðu þeir að taka áhættur og stytta sóknir og við það náðu Svíar að minnka muninn og gerðu síðustu 8 stig leiksins og lokatölur urðu 65:63 fyrir Ísland.

Varnarleikur Íslenska liðsins var heilt yfir mjög góður. Svíar skora t.a.m. einungis 26 stig í fyrri hálfleik, og einungis 8 í öðrum leikhlutanum. Íslenska liðiðt tók snemma forystu í leiknum og í stöðunni 19-18 komu 11 íslensk stig í röð og staðan orðin 30-18. Eftir þetta var munurinn að flakka úr þetta 7-8 stigum og upp í 12-13 en staðan í hálfleik var 37-26.
Síðari hálfleikurinn fór ekki nægilega vel af stað og var eilítið óðagot á okkar mönnum í sókninni en þeir kláruðu leikhlutann þó sterkt og forystan var eins og áður sagði 12 stig áður en síðustu 10 mínúturnar voru spilaðar. Þær fóru vitanlega ekki eins og menn hefðu viljað en drengirnir mega vera stoltir af sínu og sigur á sterku liði Svía seint sagður sjálfsagður og hvað þá þegar íslenska liðið er án Kára Jónssonar fyrirliða sem að hefur misst af leikjunum tveimur í milliriðlinum og er það mikil bl [...]
29.7.2015 | 22:24 | elli
U18 karla lék í kvöld gegn Georgíu í milliriðli um 1. til 8. sæti og tapaði þar í hörkuleik 87:85 en Georgíumenn leiddu í hálfleik 48:43. Tapið gerir stöðuna erfiða í baráttu fyrir sæti í undanúrslitum mótsins.
29.7.2015 | 22:01 | Kristinn
Búið er að minnka æfingahóp landsliðs karla en þrír leikmenn hafa lokið þátttöku sinni í bili og halda í sumarfrí.
27.7.2015 | 21:03 | elli
U18 ára landslið karla lagði Íra í kvöld og tryggði sér þannig áfram í 8 liða úrslit B deildar Evrópukeppninnar. Lokatölur urðu 88:59 þar sem Jón Arnór Sverrisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig (4/6 3ja) og Snorri Vignisson var með 11 stig og 9 fráköst.
27.7.2015 | 8:21 | elli
U18 karla lagði heimamenn í Austurríki 83-66 í gærkvöld og kom sér þar með í nokkuð góða stöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum, en drengirnir leika við Íra kl 16 að ísl tíma í dag.
Íslenska liðið tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri í dag en til þess að missa annað sætið þarf Ísland bæði að tapa sem og Ísrael gegn Dönum. Strákarnir eru þó ekkert að hugsa um aðra leiki og framhaldið í þeirra höndum svo þeir ætla sér ekkert annað en sigur í dag.
25.7.2015 | 21:25 | elli
U18 landslið karla lagði Dani í hörku leik í kvöld í mikilvægum leik i D riðli B deildar Evrópukeppninnar. Danska liðið mætti af miklu krafti í fyrri hálfleikinn og leiddi 29-37 í hálfleik. Íslenska liðið mætti hins vegar með þvílíkan varnarleik í farteskinu í þann síðari þar sem Danska liðið komst ekkert áleiðis.
25.7.2015 | 20:25 | sara
Það var gríðarleg spenna í loftinu í íþróttahöllinni í Andorra fyrir úrslitaleik Íslands gegn Armeníu.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Magnús Þór Gunnarsson skorar sigurkörfu Keflvíkinga gegn KR í DHL-höllinni þann 29. janúar 2006.  Brynjar Þór Björnsson kemur engum vörnum við.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið