© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
1.9.2014 | 12:00 | Stefán | Landslið
LOGI SKORAÐI FLEST LANDSLIÐSSTIG Á ÁRINU 2014
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Íslenska körfuboltalandsliðið endaði landsliðsárið 2014 á því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti og körfuboltaáhugafólk getur strax farið að hlakka mikið til næsta árs þar sem Ísland verður með á EM 2015.

Íslenska landsliðið lék sex leiki á árinu 2014 og vann fjóra þeirra. Íslenska liðið tapaði báðum leikjunum eftir hörkuleiki við gríðarsterkt lið Bosníumanna.

Það var jöfn og hörð keppni um hver yrði myndi skora flest landsliðsstig á árinu 2014 og á endanum var það Logi Gunnarsson sem tryggði sér efsta sætið á listanum en það munaði ekki miklu á efstu mönnum.

Logi skoraði 77 stig í leikjunum sex eða 12,8 stig að meðaltali en það er aðeins tveimur stigum meira en Haukur Helgi Pálsson skoraði (75 stig, 12,5 í leik). Hörður Axel Vilhjálmson var síðan í þriðja sætinu með 69 stig (11,5) og fjórði var síðan Martin Hermannsson með 59 stig (9,8 í leik).

Jón Arnór Stefánsson spilaði aðeins tvo af þessum sex leikjum en varð engu að síður fimmti á listanum með 44 stig. Jón Arnór skoraði því 22,0 stig að meðaltali í leik.

Logi var einnig sá sem skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 13. Hörður Axel kom þar í öðru sæti með ellefu þrista og saman í þriðja sætinu voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Pavel Ermolinskij eð sjö þriggja stiga körfur hvor.


STIG LANDSMANNA ÍSLANDS ÁRIÐ 2014:
Logi Gunnarsson 77
Haukur Helgi Pálsson 75
Hörður Axel Vilhjálmsson 69
Martin Hermannsson 59
Jón Arnór Stefánsson [...]
1.9.2014 | 8:23 | Kristinn
Hér fylgja tvö frábær myndbönd frá karfan.is og Leikbrot.is frá deginum þegar við komumst a EuroBasket 2015

31.8.2014 | 8:00 | Stefán
Jón Arnór á skemmtilegt Evrópumet
Jón Arnór á skemmtilegt Evrópumet
Jón Arnór Stefánsson bætti stigametið hjá íslenskum leikmanni í Evrópuleikjum í leiknum á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Jón Arnór skoraði 21 stig í leiknum en hann þurfti bara 8 stig til að taka metið af Guðmundi Bragasyni.
30.8.2014 | 13:27 | Kristinn
Nú er HM í körubolta hafið en fyrsti leikdagur er í dag. FIBA og Twitter hafa tekið höndum saman og kynna skemmtilega þjónustu sem sendir þeim sem vilja stöðuna í rauntíma.

Það eina sem þarf að gera er að tísta á "@FIBA scores" og um hæl kemur mynd með stöðunni í leikjum dagisins sem eru í gangi og úrslit úr þeim leikjum sem er lokið.
29.8.2014 | 13:27 | Stefán
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Þing FIBA World stendur nú yfir í Sevilla á Spáni en heimsmeistaramótið hefst á morgun. Nýr forseti FIBA World hefur verið skipaður en það er Horacio Muratore frá Argentínu og tekur hann við af Frakkanum Yvan Manini sem hefur gegnt stöðu forseta frá árinu 2010. Álfusamböndin skiptast á að eiga forseta og nú er forsetinn úr FIBA Americas álfusambandinu.
29.8.2014 | 7:00 | Kristinn
Á laugardaginn kemur er komið að næstu körfuboltaveislu ársins en þá hefst HM á Spáni.
29.8.2014 | 6:30 | Stefán
Árlegur haustfundur körfuknattleiksdómara fer fram í Frostaskjóli á morgun laugardag og hefst kl 9:30. Þar munu dómarar stilla streninga fyrir veturinn, fara yfir reglubreytingar og hlusta á fyrirlestra.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Björn Leósson, íþróttafulltrúi KKÍ, og Benedikt Guðmundsson, þjálfari U16, hlýða á þjóðsönginn á NM í Svíþjóð árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið