© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
30.8.2015 | 16:43 | Kristinn | Landslið
Tap í lokaleiknum í Póllandi


Íslenska karla landsliðið tapaði fyrr í dag lokaleik sínum á móti í Póllandi gegn Belgíu. Lokatölur leiksins voru 86:46 en staðan í hálfleik var 36:20. Belgar léku vel í dag og náðu 12-0 forskoti í upphafi leiksins sem þér fylgdu eftir og höfðu góð tök á leiknum.

Tölfræði leiksins er að finna hérna.

Næst á dagskrá hjá liðinu er ferðalag til Þýskalands á morgun þar sem liðið mun æfa og dvelja fram að Evrópumeistaramótinu sem hefst 5. september í Berlín.
29.8.2015 | 18:15 | Kristinn
Ísland lagði landslið Líbanon, í fyrsta landsleik þjóðanna, nú fyrr í kvöld 96:75. Íslenska liðið var sex stigum undir í hálfleik en gerði sér lítið fyrir og kom ákveðiði til leiks eftir hlé og vann næsta leikhluta 40:10 og sýndi liðið sitt rétta andlit. Eftirleikurinn var á sömu nótum og íslenskur sigur staðreynd.
29.8.2015 | 8:12 | Kristinn
Í dag er komið að öðrum leiknum í Póllandi en það verður leikur gegn Líbanon en þetta mun vera í fyrsta sinn sem löndin mætast í landsleik í körfuknattleik.
28.8.2015 | 15:02 | Kristinn
Í dag er komið að fyrsta leiknum í Póllandi en það verður leikur gegn heimamönnum kl. 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Ákveðið hefur verið að Pavel hvíli í leiknum til að taka ekki neina áhættu en hann er að jafna sig af smá eymslum.
28.8.2015 | 12:03 | RG
FIBA Europe hefur gefið út hvernig röðun á EuroBasket verður og hvaða lið tryggja sig áfram í Ólympíuforkeppni. Ísland er í B riðli og komast fjögur lið upp úr riðlinum og mæta liðum úr A riðli sem er leikinn í Montpellier í Frakkalandi.
27.8.2015 | 13:13 | Kristinn
Landslið karla í körfuknattleik ferðaðist í gær til Póllands þar sem liðið mun taka þátt í Poland Cup-mótinu næstu daga. Mótið er haldið í borginni Bydgoszcz og auk okkar og heimamanna munu Líbanon og Belgía taka þátt, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem við leikum landsleik gegn Líbanon.
25.8.2015 | 15:13 | Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í dag á blaðamannafundinn þegar 12 manna hópurinn til Berlínar var kynntur. Kvaddi hann leikmenn og óskaði þeim velfarnaðar í Þýskalandi. Á sama tíma tilkynnti hann að Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að styrkja KKÍ um 7.5 milljónir króna vegna þátttöku A-liðs karla á Eurobasket.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ágúst Herbert Guðmundsson, þáverandi þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells ásamt Chuck Daly í Valencia árið 2000. 
Þeir félagar voru á þjálfaranámskeiði þar sem Daly, Ettore Mesina og tveir landsliðsþjálfarar Spánar héldu frábært námskeið. Myndin var tekin eftir einn fyrirlesturinn.
 
Chuck Daly lést 9. maí 2009, eftir baráttu við veikindi. Hann gerði meðal annars Detroit Pistons að meisturum tvö ár í röð og vann gullið mðe Draumaliðinu á Ólymíuleikunum í Barcelona 1992.
 
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið