© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
3.7.2015 | 11:00 | Kristinn | Yngri landslið
EM 2015: Leikmenn U16 og U18 liðanna
Framundan eru Evrópukeppnir U16 og U18 liðanna okkar. Nú hafa þjálfarar liðanna valið sín lokalið fyrir EM en einhverjar breytingar urðu á öllum liðum frá því á NM í Solna í maí.

U16 kvenna keppir í C-deild í Andorra og hefur leik 20. júlí. U16 drengir leika í Búlgaríu og byrja 3. ágúst. U18 karla keppa í Austurríki 23. júlí og U18 stúlkur 30. júlí í Rúmeníu.

Liðin á þessum mótum verða þannig skipuð:

U16 stúlkna EM 2015
Andrea Einarsdóttir · Keflavík
Anna Soffía Lárusdóttir · Snæfell
Birta Rún Ármannsdóttir · Njarðvík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · KR
Erna Freydís Traustadóttir · Njarðvík
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Njarðvík
Hera Sóley Sölvadóttir · Njarðvík
Jónína Þórdís Karlsdóttir · Ármann
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Ragnheiður Björk Einarsdóttir · Hrunamenn
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir · Hrunamenn

Þjálfari: Margrét Sturlaugsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Atli Geir Júlíusson

(Erna Freydís, Hulda Ósk og Birta Rún komu inn fyrir Ásdísi Karen Halldórsdóttur frá KR, Birtu Rós Davíðsdóttur frá Keflavík og Önnu Lóu Óskarsdóttur Haukum)


U18 kvenna EM 2015
Björk Gunnarsdóttir · Njarðvík
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Hamar
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Elfa Falsdóttir · Keflavík
Elín S. Hrafnkelsdóttir · Breiðablik
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Irena Sól Jónsdóttir · Keflavík
Júlía Scheving Steindórsdóttir · Njarðvík
Lind [...]
2.7.2015 | 16:53 | Stefán
Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Ísland er skráð til leiks og er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í Munchen í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ.
1.7.2015 | 17:15 | Stefán
Mótanefnd KKÍ auglýsir eftir félögum til að taka að sér umsjón fjölliðamóta í Íslandsmóti 11 ára drengja og stúlkna. Samkvæmt greinu 37. og 43 í reglugerð um körfuknattleiksmót skal auglýsa mótshelgar og geta öll lið sótt um að halda slík mót.
28.6.2015 | 19:55 | RG
Serbar tryggðu sér nú fyrir stundu Evrópumeistaratitil kvenna í körfubolta eftir úrslitaleik við Frakka, 76-68 voru lokatölur. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Serbar verða Evrópumeistarar kvenna.
28.6.2015 | 11:42 | RG
Mikill fögnuður braust út hjá Frökkum á föstudag
Mikill fögnuður braust út hjá Frökkum á föstudag
EuroBasket kvenna lýkur í dag í Búdapest í Ungverjalandi með úrslitaleik Frakka og Serba. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma en á undan honum mætast Spánverjar og Hvít-Rússar í leik um bronsið.
27.6.2015 | 7:30 | Stefán
Aðgengilegt á vef KKÍ er keppnisdagatal næsta vetrar sem og keppnishelgar yngri flokka sem leika í fjölliðamótum.
26.6.2015 | 21:04 | RG
Serbar glöddust mikið í kvöld
Serbar glöddust mikið í kvöld
Undanúrslit á EuroBasket kvenna fóru fram í kvöld og verða það Serbía og Frakkland sem mætast í úrslitaleiknum á sunnudag í Búdapest í Ungverjalandi.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þeir félagar Haukur Helgi Pálsson og Haukur Óskarsson, leikmenn U18 liðsins í myndatöku fyrir NM 09. Þeir urðu stigahæstu leikmenn liðsins á mótinu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið