© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
24.7.2014 | 18:04 | ERH
Öruggt gegn Eistum í fyrsta leik hjá U18 karla
U18 ára landslið karla lék í dag fyrsta leik sinn í B deild Evrópukeppninnar í Sofia í Búlgaríu. Strákarnir eru í D riðli og voru Eistar þeirra fyrsti andstæðingur. Okkar menn voru í sjálfu sér ekki að leika illa í fyrri hálfleik, þar sem varnarleikurinn var heilt yfir sterkur en sóknarmegin var vöntun á betri skotnýtingu.

Þessi lið mættust á NM í lok maí og höfðu okkar menn þar góðan sigur rétt eins og í dag en lokatölur urðu 72-45.
Byrjunarlið íslenska liðsins var skipað þeim Kára Jónssyni, Jóni Axel Guðmundssyni, Kristni Pálssyni, Hjálmari Stefánssyni og Brynjari Magnúsi Friðrikssyni. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 14-9 og 10 leikmenn höfðu þegar komið við sögu.
Forystan var enn fimm stig í hálfleik (29-24) og hittnin í raun vandi íslenska liðsins. Strákarnir höfðu sem dæmi tekið átta 3ja stiga skot án þess að nokkuð færi niður en á meðan vörnin var að halda var forystan svosem alltaf til staðar.
Síðari hálfleikurinn var mun kraftmeiri. Íslenska liðið byrjaði með látum og náði 15-0 spretti um miðbik 3ja leikhluta og læstu leiknum í rauninni með þeim sprett. Allir leikmenn liðsins komu við sögu í síðari hálfleik og tíu af tólf leikmönnum komust á blað í stigaskori.
Jón Axel Guðmundsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 21 stig og tók að auki 3 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Kári Jónsson kom honum næstur með 12 stig og Magnús Már Traustason gerði 10 stig.

Tölfræði leiksins

Tölfræðimolar dagsins:< [...]
23.7.2014 | 23:01 | sara
Ísland lék gegn heimaliði Rúmena á EM í Timisoara í kvöld og var þetta seinni leikur liðsins í milliriðli. Leikurinn var 5. leikur íslenska liðsins og 5 dögum á meðan Rúmenar höfðu leikið þrjá og tapað þeim öllum. Sigur í leiknum myndi þýða að íslenska liðið myndi spila um 12.-14. sæti en með ósigri 15.-17. sæti. Rúmenar fjölmenntu á áhorfendapallana á meðan íslenski fáninn var frekar einsamall á áhorfendabekkjunum.
22.7.2014 | 20:44 | sara
Guðlaug Björt Júlíusdóttir var valin maður leiksins að þessu sinni
Guðlaug Björt Júlíusdóttir var valin maður leiksins að þessu sinni
Í kvöld léku Íslendingar fyrri leik sinn af tveimur í milliriðli á EM í Rúmeníu. Leikið var gegn Bosníu en lið þeirra er afar hávaxið og því ljóst fyrir leikinn að íslenska liðið þyrfti að frákasta betur en hingað til í keppninni. Það tókst en að þessu sinni voru það tapaðir boltar sem að réðu baggamuninn. Eftir nokkuð jafnan leik höfðu Bosníustúlkur sigur 76-65.
22.7.2014 | 8:00 | Stefán
Mótanefnd auglýsir lausar helgar fyrir minniboltamót félaga 2014-15.
21.7.2014 | 20:17 | sara
Sara Rún valin maður leiksins og pósaði eins og hafmeyja að ósk þjálfaranna
Sara Rún valin maður leiksins og pósaði eins og hafmeyja að ósk þjálfaranna
Ísland og Danmörk mættust í dag í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í Rúmeníu. Eftir æsispennandi leik og famlengingu höfðu Danir sigur 87-85.
21.7.2014 | 15:59 | KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hélt í dag blaðamannafund með Patrick Baumanns, framkvæmdastjóra FIBA, sem er staddur hér á landi í óopinberri ferð en hann var hér á landi í stuttu fríi með fjölskyldunni.
21.7.2014 | 8:00 | Stefán
Búið er að gefa út mótaplan yngri flokka fyrir veturinn 2014-15 og er það aðgengilegt á vefnum.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helena Sverrisdóttir í Evrópuleik gegn Sviss þann 26. ágúst 2008. Helena kunni vel við sig á sínum gamla heimavelli.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið