© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
16.9.2014 | 14:57 | Kristinn
Komdu í körfu!


KKÍ og Domino's hafa ýtt af stað átaksverkefninu "Komdu í körfu!". Öllum yngriflokka leikmönnum er boðið að mæta og prufa æfingar dagana 15.-22. september hjá félaginu í sínu hverfi eða heimabyggð.

Félög geta nálgast útprentuð plaköt ef þau vilja til að dreifa og auglýsa körfubolta.

Einnig hafa æfingatöflur félagana verið hengdar upp á hverjum Domino's stað fyrir sig víðsvegar um landið í hverjum bæ eða hverfi. Einnig hafa auglýsingum frá félögunum verið dreift með hverri flatböku þar sem vísað er á æfingatöflur félaganna á kki.is.

Ef einhver félög vantar að birta æfingatöflur sinna félaga á kki.is þá geta þau haft samband við skrifstofuna og bætt henni við.

Ýmislegt fleira er í burðarliðnum á næstunni en þangað til hvetur KKÍ alla krakka til að mæta á æfingar næstu daga og prófa körfubolta með sínu félagi.
15.9.2014 | 15:27 | Kristinn
Bandaríkin eru heimsmeistarar í körfubolta eftir öruggan sigur á Serbíu í úrslitaleik HM 2014. Serbía byrjaði vel en síðan fóru leikmenn USA í gang og sýndu hvers þeir eru megnugir og litu aldrei til baka.
14.9.2014 | 12:15 | Kristinn
Í kvöld er komið að stóru stundinni en þá verður leikið til úrslita um heimsmeistaratitilinn í körfubolta í Palacio de los Deportes höllinni í Madrid á Spáni.
14.9.2014 | 11:07 | Kristinn
Lengjubikar karla í dag, þrír leikir fara fram kl. 16 og kl. 17. Allir leikir í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.
14.9.2014 | 8:00 | Stefán
Í dag er lokadagurinn til að skila inn skráningum á Íslandsmótið í yngri flokkum.
12.9.2014 | 22:13 | Kristinn
Þá er það ljóst að það verða lið Bandaríkjanna og Serbíu sem leika um heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur kl. 19.00. Leikurinn verður í beinni á RÚV íþróttir og einnig verður hægt að sjá hann á netinu á ruv.is/ithrottaras.
12.9.2014 | 17:00 | Stefán
Stjórn KKÍ hefur ákveðið að úrslit Lengjubikarsins 2014 verða í Ásgarði í umsjón Stjörnunnar.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Fremst Friðrik Stefánsson, Brynjar Bergmann og Axel Nikulásson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið