Lestarferð á FIN-ISL í fótbolta

UPPFÆRT 22. ágúst! * UPPSELT ER Í LESTARFERÐINA.

VITA Sport hefur í samstarfi við KKÍ skipulagt lestarferð milli Helsinki og Tampere fyrir þá sem vilja sjá landsleik Finnlands og Íslands í knattspyrnu í undankeppni HM sem fram fer laugardaginn 2. september kl. 19:00 að finnskum tíma.

Verðið er 4.000 fyrir sæti báðar leiðir.

2.9.2017 · Brottför frá Helsinki kl. 16:28 - Tampere kl. 18:20
2.9.2017 · Brotför frá Tampere kl. 22:20 - Helsinki kl. 00:14

Lestin fer klukkan 16:28 frá lestarstöð í Helsinki sem er 200m frá körfuboltahöllinni þar sem strákarnir okkar mæta Póllandi kl. 13:45.
Lestin stoppar 400m frá vellinum í Tampere og er áætluð koma kl.18:20. Leikurinn hefst svo klukkan 19:00.

Lestin fer til baka frá sömu lestarstöð í Tampere klukkan 22:20 og endar á aðallestarstöðinni í Helsinki klukkan 00:14.

Hægt er að bóka miða í lestina með því að smella hérna en athugið að velja bara fjölda miða (fullorðna) en ekki eru seldir barnamiðar.

ATH að miðasala á fótboltaleikinn sjálfan fer fram á midi.is.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira