Skráning þjálfari 1.b.



KKÍ Þjálfari 1 skiptist í þrjú námskeið a., b. og c. 

KKÍ Þjálfari 1.b. 
er kennt í fjarnámi og hefst 13. september 2021.

KKÍ þjálfari 1.b

Námskeiðið er 20 kennslustundir sem kennt í fjarnámi milli þjálfara 1.a og 1.c. Í þessum hluta er farið ítarlega í leikreglur, mótafyrirkomulag KKÍ, sögu körfuknattleiks og unnið verkefni í tímaseðlagerð. KKÍ þjálfari 1.b gildir sem 35% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Farið er í leikreglur með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa svo að standast reglupróf sem er aðeins bóklegt og gildir 20% af einkunn í KKÍ þjálfara 1. Ef þjálfarar vilja einnig sækja sér dómararéttindi þarf að bæta við verklegu dómaraprófi.

Þjálfarar kynnast mótafyrirkomulagi með fyrirlestri á netinu. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf sem gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Þjálfarar fá senda fyrirlestra um sögu körfuknattleiks. Þjálfarar þurfa að standast krossapróf úr sögunni sem gildir 5% af heildareinkunn í KKÍ Þjálfara 1.

Þjálfarar gera tímaseðil með FIBA Europe þjálfaraforritinu. Skila þarf inn tímaseðli fyrir 60 mínútna æfingu í minnibolta, á PDF skjali með tölvupósti á fræðslustjóra KKÍ. Verkefnið gildir 5% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1.

Hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á þjálfaranámsekið 1.b. 

Þátttökugjald fyrir 1.b. er 18.000 kr.

Hér má sjá efnistök námskeiðisins.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira