Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM U18 drengja · Evrópumót FIBA 2019 í Oradea, Rúmeníu

26 júl. 2019U18 ára lið drengja fór á miðvikudagsmorgun frá Leifstöð á EM þar sem liðið leikur í B-deildinni þetta árið en mótið fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Vegna tafa á flugi frá Íslandi misstu þeir af tengiflugi sínu og dvöldu því aukanótt í Amsterdam í fyrradag. Að auki voru öll flug í gær felld niður frá Amsterdam vegna bilunar á flugvellinum sem flækti málið en frekar þegar búið að var leysa upprunalega vandamálið. Allt gekk þetta á endanum eftir í dag með dyggri aðstoð Icelandair og Soffíu Helgadóttur starfsmanns VITA sem var ómetanleg í aðstoð við liðið í þessum raunum. Í gær héldu þeir áfram til Rúmeníu eins og áður segir en mótið sjálft hefst svo á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma (14:00 úti). Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.Meira
Mynd með frétt

FECC · Margrét og Sævaldur útskrifuð úr þjálfaranámi FIBA

24 júl. 2019Um síðastliðna helgi lauk 3. ári FECC þjálfaramenntunarhlutans þetta sumarið þar sem tveir íslenskir þjálfarar, þau Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason, luku sínu námi og útskrifustu með þjálfaragráðu FIBA (FIBA Europe Coaching Certificate).Meira
Mynd með frétt

FIBA: Dregið í undankeppnir EuroBasket karla og kvenna 2021

22 júl. 2019Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir EuroBasket 2021 riðlakeppnir karla og kvenna en drátturinn fór fram í Munich í Þýskalandi. Keppni kvenna: ÍSLAND hafnaði í A-riðli undankeppninnar en í réttri röð styrkleikaflokka er röðin svona: Slóvenía (1), Grikkland (2), Ísland (3) og Búlgaría (4).Meira
Mynd með frétt

U20 karla · Ísland í 7. sæti

22 júl. 2019Strákarnir í U20 landsliði karla luku leik í gær á EM 2019 sem fram fór í Portúgal. Strákarnir léku um 7. sætið gegn Georgíu og höfðu sigur 94:90 eftir spennandi og jafnan leik. Strákarnir voru í öðru sæti síns riðils á eftir Rússlandi og léku því um sæti 1-8 á mótinu. Í undanúrslitum höfðu Tékkar betur og því var næst leikið um sæti 5-8 gegn Hollandi þar sem Holland sigraði og lokaleikurinn því um 7. sætið eins og áður segir gegn Georgímönnum.Meira
Mynd með frétt

EM U18 stúlkna: Ísland í 15. sæti mótsins

15 júl. 2019Íslensku stelpurnar í U18 liðinu luku leik á Evrópumóti U18 ára liða í gær í Makedóníu. Þá léku þær lokaleikinn gegn Eistlandi um 15.-16. sætið á mótinu. Niðurstaðan var góður 76:75 sigur þar sem Ísland skoraði síðustu körfu leiksins þegar rúmlega 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Eistar náðu ekki að svara og sigur staðreynd.Meira
Mynd með frétt

U20 karla B-deild · Evrópumót FIBA 2019 í Matoshinos, Portúgal

11 júl. 2019U20 karla héldu í gærmorgun af stað til Portúgals og gekk ferðalagið þeirra vel. Þar komu þeir sér fyrir og í dag eru þeir að æfa og á morgun hefst mótið sjálft í riðlakeppninni. Ísland leikur í A-riðli með Ungvarjalandi, Írlandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.Meira
Mynd með frétt

Spánn er Evrópumeistari kvenna 2019

8 júl. 2019​Í gær fór fram úrslitaleikurinn á EuroBasket kvenna í Belgrad í Serbíu en Serbía og Lettland héldu mótið í ár sameiginlega. Í úrslitaleiknum mættust ríkjandi meistarar Spánar og Frakkar. Lokatölur 88:66 fyrir Spán. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1991, þegar lið Sovétríkjanna þá, varði síðast titilinn á EM kvenna. Astou Ndour í liði Spánar var valin best á mótinu að því loknum eða TISSOT MVP. Ásamt henni voru þær Sonja Petrovic frá Sebíu, Sandrine Gruda frá Frakklandi, Marta Xargay frá Spáni og Temi Fabenle frá Bretlandi í úrvalsliði mótsins. Meira
Mynd með frétt

EM U18 stúlkna · Evrópumót FIBA 2019 í Skopje, Makedóníu

4 júl. 2019U18 stúlkur eru fyrstar til að hefja leik á EM þetta sumarið en þær fóru beint frá NM í Finnlandi yfir til Makedóníu 2. júlí þar sem þær hefja leik á morgun 5. júlí á EM. Ferðalagið gekk vel og hefur liðið komið sér fyrir síðustu daga. Þar leika stelpurnar okkar í B-riðli og leika fyrst gegn Tyrkjum, Portúgal, Sviss og Búlgaríu. Eftir það taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna: 8-liða úrslitin hefjast á morgun

3 júl. 2019Nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum á EuroBasket kvenna og verða þau spiluð á morgun fimmtudag. Svíar og Bretar hafa verið þau lið sem hafa komið hvað mest á óvart af þessum liðum sem eru meðal átta bestu liðana en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar komast á lokamót EuroBasket og hafa eins og áður segir tryggt sig inn í 8-liða úrslitin. Sannkallaðir stórleikir fara fram á morgun en Spánn og Rússland sem mætast sem og Frakkland og Belgía hafa átt góðu gengi að fagna á undanförnu í lokamótum kvennakörfunnar. Sömu sögu er að segja af liði Serbíu en gaman verður að sjá hvernig Svíum vegnar gegn þeim. Liðin sem mætast í 8-liða úrslitunum: Ungverjaland-Bretland Spánn-Rússland Frakkland-Belgía Serbía-Svíþjóð Hægt er að fylgjast með mótinu og lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins: http://www.fiba.basketball/womenseurobasket/2019 #EuroBasketWomen #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

NM 2019: Samantekt lokadagsins - Tvö brons til Íslands

1 júl. 2019Lokadagurinn á Norðurlandamóti yngri landsliða 2019 er að kveldi kominn og öll lið hafa lokið keppni. U16 drengja vann góðan sigur í dag þar sem liðið stal bronsinu af heimamönnum á ótrúlegan hátt.Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Dagur fimm - Finnski dagurinn

1 júl. 2019Lokadagur norðurlandamótsins fer fram í dag. Mótherjar dagsins eru heimamenn sem hafa ávallt á sterkum liðum að skipa í öllum aldursflokkum og því verður dagurinn afar krefjandi fyrir okkar lið. Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Samantekt dagsins - Tveir sigrar á Eistum

30 jún. 2019Eistneski dagurinn hér í Finnlandi fór fram í dag þar sem öll liðin mættu Eistlandi. U18 lið stúlkna hóf daginn með góðum sigri en naumum eftir að hafa verið með góða forystu í hálfleik. Drengjaliðin töpuðu bæði í dag en það var fyrsta tap U18 liðsins á mótinu. U16 stúlkna vann síðan sinn fyrsta sigur í dag eftir flotta frammistöðu gegn Eistum. Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Dagur fjögur - Eistneski dagurinn

30 jún. 2019Þá er komið að fjórða og næst síðasta leikdegi og að þessu sinni gegn nýjustu þjóðinni í norðurlandasamstarfinu í körfubolta, Eistlandi. Eistarnir hafa komið sterkir inn í þetta mót og tefla fram flottum og frambærilegum liðum.Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Samantekt dagsins - Einn sigur á Dönum

29 jún. 2019Danski dagurinn hér í Finnlandi fór fram í dag þar sem öll liðin mættu Danmörku. U16 stúlkna átti sinn besta leik á mótinu en það dugði því miður ekki til og svekkjandi tap staðreynd. Drengjalið U16 tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið lék gegn einu sterkasta liði Danmerkur í mörg ár. U18 drengja er enn án taps eftir frábæran sigur en stúlknalið U18 lennti í ógnarsterku liði Danmerkur.Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Dagur þrjú - Danski dagurinn

29 jún. 2019Þá er komið að þriðja degi Norðurlandamótsins í ár og eru andstæðingar dagsins Danmörk. Danir hafa oft verið með ágætis lið á mótinu og ekki er til neins annars að ætla, en að verkefni dagsins sé ærið. Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Samantekt - Tveir sigrar á Svíþjóð

28 jún. 2019Sænski dagurinn hér í Finnlandi fór fram í dag þar sem öll liðin mættu Svíþjóð. Drengja liðin bæði náðu í ansi örugga og góða sigra í sínum leikjum. Stúlkna liðin lutu hinsvegar lægri hlut í sínum leikjum, U16 stúlkna í nokkuð jöfnum leik en Sænska u18 stúlkna liðið var einfaldlega mun sterkara í dag.Meira
Mynd með frétt

NM 2019: Dagur tvö - Sænski dagurinn

28 jún. 2019Þá er komið að öðrum degi Norðurlandamótsins í ár og eru andstæðingar dagsins Svíþjóð. Svíar hafa mætt með sterk lið til leiks í gegnum tíðina og ljóst að verkefni dagsins er ærði. Meira
Mynd með frétt

Samantekt: Þrír sigrar á Noregi

27 jún. 2019Fyrsta degi á Norðurlandamóti yngri landsliða er lokið. Andstæðingur Íslands í dag var Noregur sem veitti Íslandi góða keppni í öllum leikjum dagsins. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna hefst í dag í Lettlandi og Serbíu · 16 þjóðir taka þátt

27 jún. 2019EuroBasket kvenna (EM) hefst í dag en mótið er haldið í Lettlandi og í Serbíu. Það eru 16 þjóðir sem taka þátt í lokamótinu í ár. Svíþjóð er eina þjóðin af Norðurlöndnum sem komst á EuroBasket en þær mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í dag. Svartfjallaland var með okkur riðlakeppninni og vann okkar riðil síðastliðin vetur og svo mættum við þeirra liði einnig á Smáþjóðaleikunum nú í lok maí.Meira
Mynd með frétt

Norðurlandamótið 2019 hefst í dag

27 jún. 2019Í dag er komið að fyrsta leikdegi okkar liða á NM 2019 í Finnlandi þar sem U16 og U18 ára lið Íslands taka þátt. Öll liðin spila alla daga og við hefjum leik á norska deginum. Mikil tilhlökkun er í íslenska hópnum að hefja leik enda búið að æfa vel fram að móti. Mótherjar dagsins er Noregur en íslensku liðunum hefur í gegnum tíðina gengið ágætlega með frændur okkar frá Noregi. Spennandi verður að sjá hvernig liðin mæta til leiks þetta árið en margir spennandi leikmenn eru á meðal þátttakenda í ár. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira