Fréttir

Nýjustu fréttir

Maltbikarinn · Undanúrslit kvenna

11 jan. 2018Í dag er komið að undanúrslitum kvenna í Maltbikarnum 2018 en í gær léku karlaliðin í undanúrslitunum. Leikir dagsins fara fram í Laugardalshöllinni og er miðasala er hjá félögunum til hádegis og svo á tix.is eftir það. Fyrri leikur dagsins er leikur Skallagríms og Njarðvíkur sem mætast kl. 17:00 og svo þar á eftir kl. 20:00 mætast Keflavík og Snæfell. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitaleik Maltbikarsins á laugardaginn kemur kl. 16:30. Beint á RÚV Báðir leikir kvöldsins verða í beinni á RÚV kl. 17 og RÚV2 kl. 20:00, sem og úrslitaleikurinn á laugardaginn. Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is.Meira

Maltbikarúrslitin: Dómarar undanúrslita kvenna

10 jan. 2018Búið er að raða dómurum á undanúrslitaleiki kvenna annað kvöld.Meira

Maltbikarinn · Undanúrslit karla í dag!

10 jan. 2018Í dag er komið að upphafi Maltbikarsúrslitanna 2018 og eru það leikirnir í undanúrslitum karla sem fara fram í dag en allir leikir vikunnar fara fram í Laugardalshöllinni. Miðasala er hjá félögunum til hádegis og svo á tix.is eftir það. KR og Breiðablik mætast kl. 17:00 í fyrri leik dagsins og svo þar á eftir kl. 20:00 mætast Haukar og Tindastóll. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitaleik Maltbikarsins á laugardaginn kemur kl. 13:30. Beint á RÚV Báðir leikir kvöldsins verða í beinni á RÚV kl. 17 og RÚV2 kl. 20:00, sem og úrslitaleikurinn á laugardaginn. Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is.​Meira

Maltbikarúrslitin: Dómarar undanúrslita karla

9 jan. 2018Búið er að raða dómurum á undanúrslitaleiki karla annað kvöld.Meira

Maltbikarúrslitin · Beinar útsendingar

9 jan. 2018Allir leikir Maltbikarsúrslitanna 2018 verða sýndir beint í sjónvarpinu og á netinu. Að venju sýnir RÚV úrslitaleiki meistaraflokkanna á laugardeginum og RÚV sýnir einnig alla fjóra undanúrslitaleikina á miðvikudeginum og fimmtudeginum sem og tvo leiki frá úrslitum yngri flokka á sunnudeginum.Meira

Maltbikarúrslitin hefjast á morgun · Dagskráin 10.-14. janúar

9 jan. 2018Á morgun miðvikudag, hefjast Maltbikarúrslitin 2018 í Laugardalshöllinni, þegar undanúrslit meistaraflokks karla, verða leikinn kl. 17:00 og 20:00. KR og Breiðablik mætast kl. 17 og Haukar og Tindastóll mætast kl. 20:00. Á fimmtudaginn leika svo kvennaliðin í undanúrslitunum, Skallagrímur og Njarðvík kl. 17 og svo Keflavík og Snæfell kl. 20. RÚV sýnir alla leikina beint, fyrst á RÚV leikina kl. 17 og svo RÚV2 leikina kl. 20.Meira

Maltbikarúrslitin 2018 · 8 félög fra 7 sveitarfélögum

8 jan. 2018Í undanúrslitum karla og kvenna í Maltbikarnum í ár munu 8 félög frá 7 sveitarfélögum mætast og endurspeglar það hversu öflug félögin í körfuboltanum eru hringin í kringum landið. Körfuboltinn er einn útbreiddasta íþróttagrein landsins og t.d eru þessi 8 félög sem keppa í ár frá 7 héraðs/íþróttabandalögum eða íþróttahérðum. Landinu er skipt í 25 íþróttahéruð og því er það góður árangur að sjö þeirra muni mæta í Laugardalshöllina í undanúrslitum meistaraflokkana. Liðin sem mætast í undanúrslitunum eru: Konur: Skallagrímur (Borgarnes-UMSB) Njarðvík (Reykjanesbær-ÍRB) Keflavík (Reykjanesbær-ÍRB) Snæfell (Stykkishólmur-HSH) Karlar: KR (Reykjavík-ÍBR) Breiðablik (Kópavogur-UMSK) Haukar (Hafnarfjörður-ÍBH) Tindastóll (Sauðárkrókur-UMSS) #korfuboltiMeira

Maltbikarinn · Blaðamannafundur í dag fyrir undanúrslit og úrslitin í vikunni

8 jan. 2018Í dag mánudaginn 8. janúar kl. 12:15 verður blaðamannafundur vegna bikarúrslitavikunnar haldinn og fer fundurinn fram fundarsölum nýju Laugardalshallarinnar á 2. hæð. Á fundinum hafa fjölmiðlar verið boðaðir sem og þjálfari og leikmaður frá hverju félagi sem á sæti í undanúrslitaleikjum karla og kvenna. Farið verður yfir leikina framundan sem og alla körfuboltahátíðina sem framundan er með bikarúrslitum yngri flokka sem einnig fara fram frá föstudegi og yfir á sunnudag. #korfuboltiMeira

Domino's deildir karla og kvenna í dag

7 jan. 2018Í dag fara fram leikir í Domino’s deild karla og Domino’s deild kvenna. Tvíhöfði verður á Ásvöllum í Hafnarfirði í DB Schenkerhöllinni þegar tveir leikir fara fram þegar Haukastúlkur taka á móti Stjörnunni og svo leik strákarnir gegn Grindavík þar á eftir. Leikur Hauka og Grindavíkur verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir dagsins og kvöldsins eru: Domino’s deild kvenna ⏰17.45 🏀Haukar-Stjarnan Domino’s deild karla ⏰19:15 🏀KR-Stjarnan 🏀Höttur-ÍR 🏀Tindastóll-Valur 🏀Keflavík-Þór Ak. ⏰20:00 🏀Haukar-Grindavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominos365 Meira

Domino's deild kvenna í dag - 3 leikir

6 jan. 2018Þrír leikir fara fram í dag kl 16:30 í Domino's deild kvenna. Njarðvík fær Skallagrím í heimsókn, Snæfell tekur á móti Keflavík og Valur og Breiðablik mætast í Valshöllinni. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir beint frá leik Snæfells og Keflavíkur.Meira

Maltbikarinn: Miðaafhending til handhafa aðgöngukorta í dag 5. janúar

5 jan. 2018Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir bikarúrslitaleikina sem fram fara miðvikudaginn 10. janúar (undanúrslit karla), fimmtudaginn 11. janúar (undanúrslit kvenna) og úrslitaleikina 13. janúar. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana fyrir úrslitaleikina í eigin persónu föstudaginn 5. janúar á skrifstofu KKÍ á milli kl. 09:00 og 16:00. Handhafar korta sem búa utan höfuðborgarsvæðis: Þeir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta sent tölvupóst á skrifstofu KKÍ á sama tíma (á milli kl. 09:00 og 16:00) til þess að láta taka frá fyrir sig miða sem síðan verður hægt að nálgast í Laugardalshöll á leikdegi þegar miðasala opnar gegn framvísun aðgönguskírteinis í andyri. Tölvupóstinn skal senda á kki@kki.is. Í reglugerð um aðgönguskírteini segir meðal annars: „Þegar um bikarúrslit og landsleiki er að ræða getur KKÍ krafist þess að rétthafar skírteina sæki aðgöngumiða gegn framvísun skírteinis og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf. Slíkt fyrirkomulag skal auglýst á heimasíðu KKÍ sem og í tölvupósti til félaga KKÍ.“ Meira

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þ.-Grindavík í beinni á Stöð 2 Sport

5 jan. 2018Tveir leikir fara fram í kvöld í 12. umferð Domino's deild karla þegar Þór Akureyri fær Hauka í heimsókn kl. 19:15 og Þór Þ. tekur á móti Grindavík kl. 20:00. Leikur Þórs Þ. og Grindavíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi þar sem allir leikir umferðarinnar verða gerðir upp. #korfubolti #dominos365Meira

Domino's deild karla · Fjórir leikir í kvöld

4 jan. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15 en þetta eru fyrstu leikirnir í seinni umferð deildarinnar. Einn leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og það verður leikur ÍR og Tindastóls sem fram fer í Hertz-Hellinum í Seljaskóla. Leikir kvöldsins: 🏀 Valur-Keflavík 🏀 ÍR-Tindastóll · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 📺 🏀 Stjarnan-Höttur 🏀 Njarðvík-KR #korfuboltiMeira

Leiktími bikarleikja yngri flokka klár

4 jan. 2018Búið er að gefa út leiktíma og dagsetningar á bikarúrslitaleiki yngri flokka en þeir fara fram samhliða úrslitum meistaraflokkanna.Meira

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 03.01.2018

3 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira

Maltbikarinn: Bikarpassi á alla leiki á tix.is

3 jan. 2018Maltbikarinn 2018 nær hámarki í næstu viku þegar undanúrslit karla og kvenna verða leikin á miðvikudaginn og föstudaginn 10.-11. janúar og svo úrslitaleikirnir á laugardeginum 13. janúar. Að auki fara fram Maltbikarúrslit yngri flokka á föstudegi og sunnudeginum og því körfuboltahátíð framundan í upphafi ársins. Fyrir undanúrslit og úrslit meistaraflokkanna er hægt að kaupa Maltbikar-passa á alla 6 leikina. Það eru tveir undanúrslitaleikir karla á miðvikudeginum kl. 17:00 og 20:00, tveir undanúrslitaleikir kvenna á fimmtudeginum kl. 17:00 og 20:00 og svo úrslitaleikina sjálfa á laugardeginum kl. 13:30 og 16:30. Maltbikar-passann er hægt að kaupa hérna á tix.is.Meira

Takk fyrir árið 2017!

1 jan. 2018Körfuknattleikssamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem leið. Framundan er nýtt og spennandi körfuknattleiksár 2018 og óskar KKÍ öllum körfuknattleiksaðdáendum farsældar innan sem utan vallar á nýja árinu.Meira

Landslið kvenna: tap á móti Lúxemborg

29 des. 2017Landslið kvenna spilaði í kvöld sinn síðasta leik á æfingamótinu í Lúxemborg. Spiluðu þær aftur á móti Lúxemborg.Meira

Takk fyrir körfuboltaárið 2017 · Skrifstofa KKÍ lokuð í dag

29 des. 2017Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, föstudaginn 29. janúar, og opnar á ný á nýju ári þann 2. janúar 2018. KKÍ þakkar fyrir viðburðarríkt körfuknattleiksár sem er að líða og sendir óskir til landsmanna og samstarfsaðila um farsæld á komandi nýju ári. Hæst ber að nefna þátttöku landsliðs karla á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fór í Finnlandi, og þar sem rúmlega 2.000 íslendingar mættu og studdu við bakið á strákunum okkar, og var umtalað af mótshöldurum og starfsfólki FIBA hvað Ísland settu eftirminnilegan svip á keppnina. Það er því vel við hæfi að mynd af stuðningsmönnum Íslands prýði dagatal FIBA sem sent var til allra sambanda innan FIBA núna fyrir árið 2018.Meira

Landslið kvenna: Tap í báðum leikjunum í Lúxemborg

28 des. 2017Landslið kvenna spilaði tvo æfingaleiki í dag í Lúxemborg. Tap var því miður staðreyndin í báðum leikjunum. Meira