14 júl. 1999Keith Vassell, fyrrum þjálfari og leikmaður KR, er í kanadíska landsliðshópnum sem þessa dagana býr sig undir Ameríkukeppnina, sem jafnframt er forkeppni að Ólympíuleikunum í Sydney. Kanadíska liðið lék í gær æfingaleik gegn liði Bandaríkjanna og tapaði 69-97. Keith Vassell gerði 4 stig í leiknum, en stigahæstir í liði Bandaríkjanna voru Kevin Garnett 17, Allan Houston 14, Tom Gugliotta 12 og Tim Duncan með 9 stig. Bandaríkin og Kanada eru í sama riðla í keppninni auk Argentínu, Kúbu og Uruguay. Í hinum riðlinum eru Panama, Dómíkanska lýðveldið, Puerto Rico, Brasilía og Venezuela. Efsta lið hvors riðils vinnur sér sæti á ÓL í Sydney.