6 ágú. 1999Evrópukeppni unglingalandsliða hélt áfram í gær, 20 ára lið Íslands lék gegn Rússum og tapaði 81-104 (45-59). Leikurinn var í jafnvægi framan af og þegar Andrei Kirilekov var utan vallar hjá Rússum, þessi leikmaður gerði 25 stig í f.h. og 34 stig alls. Hann mun ganga til liðs við Utah Jazz eftir 2 ár. Íslendingar náðu ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik í þeim seinni og 23 stiga tap varð því staðreynd. Örlygur Sturluson var stigahæstur og skoraði 20 stig, átti 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Sævar Sigurmundsson var besti maður liðsins, skoraði 18 stig og tók 12 fráköst, I. Magni Hafsteinsson skoraði 13 stig, Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 11 stig (50% 3ja stiga nýting), Morten Szmiedowicz 4 stig, Jón N. Hafsteinsson 4 stig, Logi Gunnarsson 4 stig, Einar Aðalsteinsson 3 stig, Sæmundur Oddsson 2 stig og Ísak Einarsson 2 stig. 18 ára liðið lék aftur á móti við Belga og sigraði 76-67. Þessi leikur var frábær að Íslands hálfu, Íslendingar voru yfir allan leikinn og sýndu ótrúlega baráttur og skynsemi. Helgi Freyr Margeirsson skoraði 20 stig (50% 3ja stiga nýting), Jón Arnór Stefánsson 17 stig (60% 3ja stiga nýting og 5 stoðsendingar), Hlynur Bæringsson 15 stig (11 fráköst), Ómar Sævarsson 8 stig, Hjalti Kristinsson 6 stig, Jakob Sigurðsson 5 stig, Ólafur Sigurðsson 4 stig og Andri F. Ottósson 1 stig.