1 maí 2000Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Sviss í dag, 53-59 á fjögurra landa mótinu í Lúxemborg. Íslenska liðið lék sinn slakasta leik á mótinu, liðið var undir allan leikinn, 12-20 strax í byrjun og staðan í hálfleik var 24-39. Þegar 1 mín var til leiksloka náði íslenska liðið að jafna 53-53, en svissnesku stúlkurnar skoruðu 6 síðustu stigin. Stigahæstar í íslenska liðinu voru Anna María Sveinsdóttir með 16 stig, Kristín Jónsdóttir 14 og Hanna Kjartansdóttir með 10 stig. Lúxemborg og Noregur eigast við klukkan 15:00 og sigri Lúxemborg leikinn standa íslensku stúlkurnar uppi sem sigurvegarar í mótinu, en ef Noregur vinnur endar íslenska liðið í 2. sæti mótsins.