29 jún. 2000„Þrír á þrjá“ mót ÍBR og KKÍ sem haldið var á föstudaginn síðasta heppnaðist mjög vel og skráðu lið 17 sig til keppni, 12 lið í hóp 17 ára og eldri, en 5 lið í hóp 16 ára og yngri. Yngri hópurinn spilaði „allir við alla“ eða 4 leiki alls og sigraði „Team THK“, sem samanstóð af Trausta Stefánssyni, Heimi Hjartarsyni og Karli Kristinssyni, í hópi 16 ára og yngri, en ÍR LAKERS lentu í öðru sæti. Eldri hópurinn spilaði í fjórum 3ja liða riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils mættust síðan í útsláttarkeppni. Sigurvegarar í hópi 17 ára og eldri urðu Beljakarnir, þeir Gunnar F. Freysson, Pálmi F. Sigurgeirsson, Sigurður G. Ólafsson og Theodór Narfason, en þeir sigruðu Laugdæli í geysilega skemmtilegum úrslitaleik. ÍBR og KKÍ þakka NIKE umboðinu fyrir þeirra stuðning, en þeir gáfu sigurverðlaunin, sem voru glæsilegir bolir. Og einnig á Vifilfell þakkir skilið fyrir að sjá öllum þáttakendum fyrir öllu því SPRITE gosi sem þeir gátu í sig látið.