16 des. 2011
Jakob Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2011 af KKÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob er valinn en Helena hefur nú alls sjö sinnum verð valin. Körfuknattleikskona og maður ársins 2011 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum ( yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 26 einstaklingar sem komu að valinu. Körfuknattleikskona ársins 2011: 1.sæti Helena Sverrisdóttir 2.sæti Margrét Kara Sturludóttir 3.sæti Pálína Gunnlaugsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Hildur Sigurðardóttir. Körfuknattleiksmaður ársins 2011: 1.sæti Jakob Sigurðarson 2.sæti Hlynur Bæringsson 3.sæti Jón Arnór Stefánsson Aðrir sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskji. Jakob Sigurðarson, Sundsvall Svíþjóð Jakob Sigurðarson er á sínu þriðja ári með Sundsvall en hann hefur leikið frábærlega með liði sínu öll árin. Keppnistímabilið 2009-2010 var hann m.a. valinn besti leikmaður deildarinnar af netmiðlinum Eurobasket.com og á síðustu leiktíð átti hann stóran þátt í að Sundsvall varð sænskur meistari í maí 2011. Jakob tryggði liðinu oddaleik með ævintýralegri 3-stiga körfu og í úrslitaleiknum skoraði hann 31 stig og var stigahæsti leikmaður Sundsvall sem fagnaði meistaratitlinum á heimavelli. Tölfræði Jakobs tímabilið 2010-2011: 16.1 stig á leik 3.4 fráköst á leik 3.7 stoð á leik Tölfræði Jakobs það sem af er tímabilinu 2011-2012 18.7 stig á leik 3.1 fráköst á leik 3.0 stoð á leik Jakob lék með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Sundsvall í júlí sl og var valinn í úrvalslið mótsins en Jakob lék mjög vel með liðinu. Einnig lék Jakob með landsliðinu tvo æfingaleiki gegn Kínverjum í Kína í september sl. Jakob komst í frægðarhöll háskólaliðsins Birmingham Southern sem hann lék með í fjögur á árunum 2001 – 2005. Sú athöfn fór fram 11. nóvember sl. Ferill Jakobs hjá skólanum var einkar glæsilegur. Hann er á topplistum í öllum tölfræðiþáttum í sögu skólans og má þar nefna sem dæmi: nr. 1 yfir flestar mínútur spilaðar - 3496 nr. 1 yfir oftast í byrjunarliði - 105 (jafn öðrum leikmanni) nr. 4 yfir Stigaskor á ferli – 1468 stig nr. 3 yfir þriggja stiga körfur skoraðar - 223 nr. 7 yfir flestar stoðsendingar - 283 Þá hefur Jakob jafnframt verið tilnefndur sem einn af þremur sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2011 í Sundsvall en valið verður kunngjört í febrúar 2012. Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena Sverrisdóttir lék fjögur ár með TCU háskólanum sem er einn af stærri skólum landsins í háskólakörfuboltanum. Tölfræði Helenu með TCU 2011: 15.7 stig á leik 5.8 fráköst á leik 4.5 stoðs. á leik Ágrip af síðasta tímabili Helenu með TCU 2010-2011: 2010-11 (SENIOR) • Wooden Award Watch List • Naismith Watch List • Two-Time MWC Player of the Week (Dec. 13 & Feb. 28) • Preseason First Team All-Conference • Preseason MWC Player of the Year • Paradise Jam All-Tournament Team • Lowe's Senior CLASS Award Candidate • MWC All-Tournament Team Helena útskrifaðist frá TCU háskólanum síðasta sumar. Hún fór í nýliðaval WNBA deildarinnar en var ekki valin en gerði fljótlega samning við Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena er fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað 28 stig í leik fyrir sitt lið. Tölfræði Helenu 2011-2012 í slóvakísku deildinni: 11.1 stig á leik 2.6 fráköst á leik Tölfræði Helenu í Meistaradeild Evrópu: 2 stig á leik 2 fráköst á leik