3 maí 2016

Þriggja daga þjálfaranámskeið KKÍ unnið í samstarfi við FIBA og FKÍ verður haldið helgi 20. til 22. maí í Ásgarði Garðabæ. Prófessor Nenad Trunić verður aðal fyrirlesari á þjálfaranámskeið KKÍ. Nenad Trunić kemur frá Serbíu og er fyrirlesari á vegum FIBA. Einnig mun Michael Schwarz yfirmaður þjálfaramenntunar FIBA vera með fyrirlestur á námskeiðinu ásamt íslenskum þjálfurum.

Námskeiðið er KKÍ 2.a og verður einnig hægt að nýta sem endurmenntunarnámskeið fyrir þá þjálfara sem hafa lokið KKÍ þjálfara 3. Námskeið er einnig opið fyrir þá þjálfara sem eru ekki að sækja sér stig hjá KKÍ. Allir þeir sem sækja námskeiðið og ætla sér að sækja stig 2.a þurfa að standast próf í lok námskeiðs. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 23.000.-

Dagskrá þjálfaranámskeiðsins verður þessi:

Föstudagur 20. maí
17:00-17:20 · Fundur með þjálfurum sem taka námskeiðið sem stig 2.a eða endurmenntun
17:20-18:40 · Michael Schwarz – Hver getur verið þjálfari og FIBA forrit
18:50-20:10 · Nenad Trunić – áætlun til að byggja upp leikmenn 

Laugardagur 21. maí
09:00-10:20 · Einar Árni – uppbygging á sóknarleiks yngrilandsliða
10:30-11:50 · Nenad Trunić – Uppbygging undirstöðuatriða
11:50-12:30 · Matarhlé
12:30-13:50 · Nenad Trunić - Varnarleikur
14:00-15:20 · Daníel Guðni Guðmundsson - íþróttasálfræði hvernig á að takast á móttlæti?
15:30-17:30 · Opin æfing hjá U18 ára liði karla

Sunnudagur 22. maí
09:00-10:20 · Ingi Þór Steinþórsson – Uppbygging á varnarleik yngrilandsliða
10:30-11:50 · Nenad Trunić – Styrktar- og þolþjálfun fyrir körfubolta
11:50-12:30 · Matarhlé
12:30-13:50 · Nenad Trunić - Uppáhalds æfingar
14:00-14:40 · Michael Schwarz – FIBA forrit
14:40-15:20 · Umræður og spurningar - Ágúst Björgvinsson,  Michael Schwarz og Nenad Trunić
15:30-16:00 · Bóklegt próf (20%)
15:30-17:30 · Opin æfing hjá U18 ára liði kvenna