24 jún. 2016

Í fyrramálið, laugardaginn 25. júní, halda U16 og U18 ára lið drengja og stúlkna út til Finnlands þar sem Norðurlandamót yngri liða í körfuknattleik fer fram. Keppt er í U16 drengja og stúlkna og U18 karla og kvenna. Það eru landslið Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar sem taka þátt og leikur því hvert okkar liða fimm leiki á mótinu. Mótið hefst síðan á sunnudaginn kemur.

Mótið verður í ár haldið í fyrsta sinn í Finnlandi en í 13 ár hefur mótið verið haldið í Solna í Svíþjóð. Nú verður leikið í stórglæsilegri SISU íþróttamiðstöðinni sem er staðsett í Kisakallio, sem er bær í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Helsinki. Þar munu öll liðin gista auk þess að keppa en allt er til alls á svæðinu svo sem mötuneyti, æfingavellir og fleira.

Alls fara 48 leikmenn, 8 þjálfarar, 5 dómarar, 2 sjúkraþjálfarar, 2 fararstjórar og starfsmaður KKÍ. Þá munu blaðamenn og ljósmyndarar frá karfan.is fjalla ítarlega um mótið líkt og undanfarin ár. Sýnt verður frá öllum leikjum mótsins sem fram fara á aðalvellinum á svæðinu og munum við flytja fréttir af því þegar nær dregur og birta hér á kki.is. Auk þess verða allir leikir í lifandi tölfræði hér á kki.is og samntektir úr leikjum dagsins.

Leikmenn og þjálfarar yngri liða Íslands 2016 á NM:

U16 ára landslið stúlkna
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Eydís Eva Þórisdóttir · Keflavík
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík
Elsa Albertsdóttir · Keflavík
Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Viktoría Líf Steinþórsdóttir · Grindavík
Margrét Blöndal · KR
Ástrós Ægisdóttir · KR
Kristín María Matthíasdóttir · Fjölnir
Yrsa Rós Þórisdóttir · Frysehuset, Svíþjóð
Birgit Ósk Snorradóttir · Hrunamenn

Þjálfarar: Helena Sverrisdóttir og Ingvar Þór Guðjónsson

U16 ára landslið drengja
Arnór Sveinsson · Keflavík
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Danil Krijanofskij · KR
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Hilmar Pétursson · Haukar
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Arnar Geir Líndal · Fjölnir

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason

U18 ára landslið kvenna
Björk Gunnarsdóttir · Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir · Þór Akureyri
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Elfa Falsdóttir · Keflavík
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Breiðablik
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Linda Þórdís B. Róbertsdóttir · Tindastóll/Spánn
Sylvía Rún Hálfdanardóttir · Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík

Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Aðstoðarþjálfari: Bylgja Sverrisdóttir

U18 ára landslið karla
Adam Eiður Ásgeirsson · Njarðvík
Arnór Hermannsson · KR
Árni Elmar Hrafnsson · Fjölnir 
Eyjólfur Ásberg Halldórsson · ÍR
Hákon Örn Hjálmarsson · ÍR
Ingvi Þór Guðmundsson · Grindavík
Jón Arnór Sverrisson · Njarðvík
Magnús Breki Þórðarson · Þór Þorlákshöfn
Sigurkarl Róbert Jóhannesson · ÍR
Snjólfur Marel Stefánsson · Njarðvík
Yngvi Freyr Óskarsson · Haukar / EVN Danmörku
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR

Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson
Aðstoðarþjálfari: Skúli Ingibergur Þórarinsson