27 jún. 2016Í dag léku okkar lið gegn Noregi á Norðulandamótinu í Finnlandi á öðrum keppnisdegi mótsins. U18 ára liðin hófu daginn með tveimur sigrum og seinni partinn var komið að U16 liðunum sem létu sitt ekki eftir liggja og sigruðu bæði sína leiki. Niðurstaðan því fjórir sigrar í fjórum leikjum í dag.

Þetta þýðir að U18 ára liðin eru búin að vinna sína fyrst tvo leiki og U16 liðin hafa tapað einum og unnið einn. Þriðji keppnisdagur er á morgun þriðjudaginn 28. júní verður gegn Svíþjóð og hefst fyrsti leikur dagsins kl. 15:15 að íslenskum tíma.

Ítarleg umfjöllun um hvern leik er að finna á karfan.is og myndasöfn úr hverjum leik. Hér fyrir neðan er hægt að skoða tölfræði leikjanna.

Úrslit og tölfræði leikjanna í dag mánudaginn 27. júní:
U18 kvenna · Ísland 83:41 Noregur
U18 karla · Ísland 59:41 Noregur
U16 drengja · Ísland 77:60 Noregur
U16 stúlkna · Ísland 70:39 Noregur

Einnig er hægt að fylgjast með mótinu á Facebook-síðu KKÍ og Instagram KKÍ #nm2016