22 sep. 2016

FIBA hefur gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017 og er Ísland er þar í 21. sæti af 24 þjóðum. Ísland var fyrir EuroBasket 2015 í sæti 23 af 24 þátttökuþjóðum en það er árangur liða í undankeppninni sem ræður röðun liða.

Eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki (sex flokkar) leika saman í fjórum riðlum á EuroBasket 2017.

Líkt og árið 2015 fá gestgjafarnir fjórir á næsta ári tækifæri á að semja við eina þjóð, sem ekki er í sama styrkleikaflokk og þau sjálf, og bjóða þeim að leika í riðli með þeim og vera með-gestgjafar riðilsins og koma að ýmsum undirbúningi með þeim. Finnska körfuknattleikssambandið og KKÍ eru í viðræðum um möguleikann á að löndin tvö vinni saman og Ísland leiki þar með í Helsinki.

Þetta tryggir góða miðasölu, góðan undirbúning og fleira markaðslega tengt í skipulagningu mótsins í hverju landi fyrir sig og mun koma íslenskum aðdáendum til góða.

Styrkleikaskiptin liðanna fyrir EM 2017 er sem hér segir og nú geta íslenskir aðdáendur farið að raða saman sínum óska riðlum. Það eina sem ljóst er að Ísland getur ekki leikið í Rúmeníu með heimamönnum þar sem bæði lið eru í 6. styrkleikaflokki.

Liðin í sætum 13-23, eða 11 þjóðir, tryggðu sér sæti á EM á næsta ári í undankeppninni sem nú er ný lokið. Hin löndin eru bæði gestgjafar og svo þau lið sem léku á ÓL í Ríó og undankeppnum fyrir ÓL voru örugg áfram, alls 13 lið. 

Þau 24 lið sem leika á EuroBasket og styrkleikaröðun þeirra: