30 nóv. 2016
Nú þegar búið er að draga í riðla hjá FIBA er ljóst hvaða þjóðir verða mótherjar okkar á lokamóti EM, EuroBasket 2017 í Finnlandi. KKÍ efnir að því tilefni til skemmtilegs leiks meðal stuðningsmanna landsliðsins.

Allir sem kaupa miða, eða hafa keypt miða, á Eurobasket í Finnlandi næsta haust fyrir 15. desember 2016 fara í pott og geta unnið glæsilega vinninga. Einn heppinn miðakaupandi verður dregin út og mun hann fá 2 miða endurgreidda auk þess að fá gjafir frá Errea og Molten, landsliðsttreyju að eigin vali og keppnisboltann fyrir EuroBasket. Fimm aðrir verða dregnir út að auki sem fá landsliðstreyju og keppnisbolta.

Dreginn verður út sigurvegari þann 16. desember og hann síðan kynntur á kki.is.
 
Það er því tilvalin jólagjöf að gefa „Follow-Your-Team” miða á alla leiki Íslands en með þeim fylgja fjórir aðrir leikir í riðlinum (leikir milli Frakklands, Grikklands, Slóveníu og Póllands).
 
Miðasalan fer fram á tix.is og þar tryggja íslendingar sé bestu sætin á besta verðinu en þessir miðar eru seldir í gegnum KKÍ og finnska sambandið eingöngu til Íslendinga.
 
Keppnin fer fram 31. ágúst til 6. september í Helsinki. Finnland og Ísland leika með Frökkum, Grikkjum, Slóvenum og Pólverjum í A-riðli. 
 
Dagskrá EuroBasket · A-riðill í Helsinki
31. ágúst - Ísland-Grikkland
1. september - Frídagur í riðlinum
2. september - Pólland-Ísland + landsleikur í fótbolta: Finnland-Ísland í undankeppni HM
3. september - Frakkland-Ísland
4. september - Frídagur í riðlinum
5. september - Ísland-Slóvenía
6. september · Finnland-Ísland