24 apr. 2017

Loka fjölliðamótið í 7. flokki drengja fór fram í Dalhúsum um helgina og var niðurstaðan sú að Fjölnir varð Íslandsmeistari í mótslok. Í A-riðli á mótinu léku lið Fjölnis, Stjörnunnar, Breiðabliks, ÍR og Njarðvíkur og varð röðun liða í riðlinum þessi í lok móts.

Strákarnir í Fjölni léku hörkuspennandi lokaleik gegn Stjörnunni sem þeir unnu 40:33 og þar með varð ljóst að þeir færu taplausir í gegnum íslandsmótið í vetur og unnu því alls 20 leiki í röð. Þjálfari liðsins er Hjalti Vilhjálmsson.

Til hamingju Fjölnir!