25 apr. 2017Á Körfuknattleiksþinginu sem fram fór um síðastliðna helgi voru nokkrir aðilar heiðraðir fyrir sín störf, bæði fyrir KKÍ og svo ÍSÍ.

Hannes S. Jónsson heiðraði þrjá einstaklinga og sæmdi þá heiðursmerkjum. Silfurmerki hlutu þeir Böðvar Guðjónsson og Gunnar Svanlaugsson fyrir sín störf á undanförnum árum. Gullmerki KKÍ hlaut Ingimar Ingason, sem hefur gegnt störfum í Aganefnd KKÍ og síðar í Aga- og úrskurðanefnd um árabil, bæði sem nefndarmaður og sem formaður nefndarinnar. Ingimar lét af störfum nú á þinginu og þakkar KKÍ honum fyrir sín störf á undanförnum árum.


Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ, var fulltrúi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, á þinginu veitti þremur einstaklingum úr röðum KKÍ heiðursmerki ÍSÍ. Það voru stjórnarmennirnir Rúnar Birgir Gíslason og Bryndís Gunnlaugsdóttir, sem var að hætta í stjórn, silfurmerki ÍSÍ. Eyjólfur Guðlaugsson, gjaldkeri KKÍ, fékk gullmerki ÍSÍ fyrir sín störf á undanförnum áratugum í þágu körfuboltans.