13 jún. 2017
Búið er að velja lokahóp U20 landsliðs karla fyrir sumarið en framundan er eitt stærsta verkefni yngri landsliða KKÍ frá upphafi þegar þeir fara á lokamót EM, A-deild U20 liða, í fyrsta sinn í íslenskri körfuboltasögu.

Strákarnir hafa verið við æfingar að undanförnu og var hluti þeirra einnig í landsliði karla á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. 

Næsta verkefni þeirra verður U20-mót sem fram fer hér á landi dagana 19.-21. júní í Laugardalshöllinni. Þá koma hingað U20 lið Svía, Finna og Ísraels.

Leikinir verða tveir leikir á dag, kl. 17:00 og 20:00 og mun Ísland alltaf leika í seinni leik dagsins. Mótið verður kynnt áfram næstu daga.

Að lokum fara þeir fyrr af stað á EM til Krítar, en gríska sambandið bauð okkur að taka þátt í æfingamóti fyrir EM, ásamt Spánverjum, Ítölum og heimamönnum Grikkjum.

Sannarlega spennandi sumar framundan með mörgum af framtíðar leikmönunum Íslands innanborðs.

U20 karla er þannig skipað í sumar:
Kári Jónsson - Drexel, USA
Halldór Garðar Hermannson - Þór Þorlákshöfn
Arnór Hermannsson - KR
Kristinn Pálsson - Marist, USA
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson - KR
Eyjólfur Ásberg Halldórsson - Skallagrímur
Snjólfur Stefánsson - Njarðvík
Snorri Vignisson - Breiðablik
Ingvi Þór Guðmundsson - Grindavík
Breki Gylfason - Haukar
Sveinbjörn Jóhannesson - Breiðablik
Tryggvi Snær Hlinason - Þór Akureyri

Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson

#korfubolti