14 jún. 2017Á mánudaginn kemur mun U20 lið karla taka á móti þremur liðum hér á Íslandi og munu þau etja kappi á æfingamóti sem fram fer í Laugardalshöllinni.

Liðin sem koma til landsins eru U20 lið Finnlands, Svíþjóðar og Ísraels.
Leiknir verða tveir leikir á dag kl. 17 og kl. 20 og verður leikur Íslands alltaf kvöldleikur hvers leikdags. 

Strákarnir okkkar eru að undirbúa sig fyrir lokamót EM hjá U20 en þetta er í fyrsta sinn sem við erum í A-deild í U20 karla og verður spennandi að sjá hvernig strákunum gengur, en þeir slógu í gegn í fyrra þegar þeir töpuðu úrslitaleiknum í framlengingu í B-deildinni. Nú eru þeir komnir í hóp 16 bestu liða U20 karla og munu spreyta sig á Krít þar sem FIBA heldur mótið í ár.

Miðasala á leikina í Höllinni verður á leikstað en miðaverð er 1.500 kr. fyrir hvern dag eða 3.000 kr. fyrir alla dagana og fer aðgöngueyrir upp í kostnað við mót sumarsins hjá strákunum.

KKÍ hvetur alla körfuboltaaðdáendur til að fjölmenna á leikina og styðja strákana í leikjunum framundan.

Dagskrá mótsins hér á Íslandi:


19. júní · Mánudagur
17:00 - Leikur 1 · ISR-FIN

20:00 - Leikur 2 · SWE-ISL

20. júní · Þriðjudagur
17:00 - Leikur 1 · FIN-SWE

20:00 - Leikur 2 · ISL-ISR

21. júní · Miðvikudagur

17:00 - Leikur 1 · SWE-ISR
20:00 - Leikur 2 · ISL-FIN

#korfubolti