16 júl. 2017

Í gær spiluðu íslensku stelpurnar í u20 gegn Rúmeníu en sigurvegari leiksins myndi spila um 9. sæti en sá sem tapar um 11. sæti. Stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega og sýndu sínar bestu hliðar sóknarlega í 1. leikhluta sem þær unnu með 6 stigum, 13-19. Í öðrum leikhluta náðu rúmensku stelpurnar góðu áhlaupi á sama tíma og íslensku stelpurnar hittu lítið sem ekkert úr góðum færum. Því miður misstu stelpurnar mikið sjálfstraust á þessum tímapunkti og Rúmenía gekk á lagið og vann 2. leikhluta með 12 stigum og 3. leikhluta með 10 stigum. Í þriðja leikhluta skoraði íslenska liðið aðeins 2 stig og ljóst er að erfitt er að vinna körfuboltaleik með slíkum sóknarleik.

Í 4. leikhluta bitu stelpurnar betur frá sér og tókst hægt og rólega að minnka muninn en því miður var of lítill tími til stefnu og bilið orðið oft stórt. Leikurinn endaði með 12 stiga sigri Rúmeníu, 56-44.

Atkvæðamestar í liði Íslands var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 12 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir með 8 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar og Linda Róbertsdóttir með 6 stig og 12 fráköst.

Hér má sjá nánari tölfræði og upptöku úr leiknum.

Í dag klukkan 12:45 að íslenskum tíma munu stelpurnar spila sinn seinasta leik á mótinu gegn Írlandi og hægt er að horfa á leikinn beint á netinu hér