17 júl. 2017

U20 strákarnir unnu frækilegan sigur á Svartfjallalandi í dag.  Eftir að hafa lent töluvert undir í upphafi leiks náðu þeir að komast yfir og leiddu í hálfleik 29-27.  Þeir héldu forystunni það sem eftir lifði leiks og unnu 10 stiga sigur, 60-50, sem dugði nákvæmlega til að tryggja þriðja sætið í riðlinum. 
Þeir mæta því Svíum á miðvikudaginn og með sigri þá kemst liðið í átta liða úrslit. 
Strákarnir sýndu í leiknum sitt rétta andlit sem allir biðu eftir og vonandi að það verði framhald á.