11 ágú. 2017

Ísland spilaði á móti Búlgaríu í dag um sæti 9-16 á Evrópumótinu í Dublin. Leikur íslenska liðsins var mjög góður framan af og var fyrri hálfleikur jafn og flottur. Staðan eftir 1. leikhluta var 21-13 Búlgörum í vil en í 2. leikhluta spýttu íslensku stelpurnar í lófana og unnu þann leikhluta 17-20 og því var staðan í hálfleik 38-33 fyrir Búlgaríu.

Fyrstu 5 mínúrunar í seinni hálfleik voru erfiðar fyrir íslenska liðið þar sem alltof mörg einstaklingsmistök urðu til þess að búlgarska liðið náði 23 stiga forskoti. Í 4. leikhluta komu stelpurnar sterkar til baka og unnu hann 12-13 en munurinn var orðinn of mikill til þess að vinna leikinn. Lokatölur voru 82-58 Búlgaríu í vil. Búlgaría er með eitt af bestu sóknarliðunum í mótinu og áttu sigurinn í dag skilinn.

Á morgun er næstsíðasti leikur íslenska liðsins þegar það leikur gegn Noregi í leik um sæti númer 13-16. Leikurinn verður spilaður í National Indoor Training Centre  og hefst hann kl.12:45 að  íslenskum tíma.

Tölfræði og myndband af leik dagsins er hægt að nálgast hér.