11 ágú. 2017

Karlalið Íslands hefur leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kazan í Rússlandi í dag þegar liðið mætir Þjóðverjum.

Liðið mætti til Kazan aðfararnótt fimmtudags og fór dagurinn í gær í æfingar og strákarnir komu sér fyrir. Í dag verður svo tekin létt æfing en leikurinn hefst klukkan 20:00 að staðartíma sem er kl. 17:00 heima á Íslandi.

Hægt er að fylgjast með leiknum á heimasíðu rússneska sambandsins og er tengill á það hér.           

Eins og áður hefur komið fram eru 14 leikmenn í hópnum í Kazan og munum við tefla fram 13 leikmönnum. Aðeins Jón Arnór Stefánsson hvílir í dag.

Hópurinn verður því þannig skipaður:

 # Nafn Staða          F.ár Hæð Lið (land) og fjöldi landsleikja
1 Martin Hermannsson B 1994 194 cm  Châlon-Reims (FRA) · 47
3 Ægir Þór Steinarsson  B 1991 182 cm San Pablo Inmobiliaria (ESP) · 42
6 Kristófer Acox F 1993 196 cm KR (ISL) · 19
8 Hlynur Bæringsson M 1982 200 cm Stjarnan (ISL) · 105 
9 Jón Arnór Stefánsson B 1982 196 cm KR (ISL) · 89
10 Elvar Már Friðriksson B 1994 182 cm  Barry University (USA) · 21
12 Sigryggur Arnar Björnsson B 1993 180 cm Tindstóll (ISL) · 2
13 Hörður Axel Vilhjálmsson  B 1988 194 cm Astana (KAZ) · 59
14 Logi Gunnarsson  B 1981 192 cm Njardvik (ISL) · 132
15 Pavel Ermolinskij F 1987 202 cm KR (ISL) · 56
21 Ólafur Ólafsson               F     1990 194 cm Grindavik (ISL) · 17
24 Haukur Helgi Pálsson F 1992 198 cm Cholet Basket (FRA) · 51 
34 Tryggvi Snær Hlinason M 1997 215 cm Valencia (ESP) · 13
88 Brynjar Þór Björnsson B 1988 192 cm  KR (ISL) · 56


Leikur Rússlands og Ungverjalands hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum hér.

#korfubolti