12 ágú. 2017

Ísland spilaði í dag við Noreg í leik um sæti 13-16 á EM í Dublin. Þetta var í annað skiptið á sjö vikum sem liðin etja kappi en fyrri leikurinn var á Norðurlandamótinu í Finnlandi í júní þar sem Ísland hafði 12 stiga sigur.

Í byrjun leiks var eins og íslenska liðið hefði vanmetið það norska því þær mættu einfaldlega ekki til leiks fyrr en eftir 5 mínútur. Finnur þjálfari tók þá leikhlé og eftir það fór að ganga aðeins betur og staðan eftir 1. leikhluta var 20-10 Noregi í vil. 2 leikhluti var allt annar hjá íslenska liðinu og náðu þær að saxa á forskot Norðmanna en staðan í hálfleik var 26-21 fyrir norsku stelpurnar.

Í 3. leikhluta skiptust liðin á körfum og staðan eftir hann var 38-43 fyrir Noreg en um miðjan 4. leikhluta tókst íslenska liðinu loksins að komast yfir og halda því forskoti út leikinn. Lokatölur í dag voru 59-55 eftir spennandi lokamínútur.

 Íslenska liðið spilar á morgun við Úkraínu um 13. sætið í mótinu og hefst leikurinn kl.12:45 að íslenskum tíma.

 Hér er hægt að skoða tölfræði og horfa leikinn.