13 okt. 2017Í kvöld fara fyrstu leikirnir fram í Maltbikar karla í 32-liða úrslitiunum. Tveir leikir fara fram í kvöld og verða þeir í lifandi tölfræði á kki.is eins og allir leikir keppninnar hjá konum og körlum.

ÍA og Höttur eigast við uppi á Akranesi kl. 19:15. Kl. 20:00 mætast svo Vestri-b og KR-b á Ísafirði.

Um helgina og mánudag fara svo fram næstu leikir og einn verður á fimmtudaginn og þar með verða öllum leikjunum í 32-liða úrslitunum lokið.

Dagskrá allra leikjanna má sjá hérna í mótayfirliti Maltbikars karla.