16 okt. 2017Um helgina fóru fram fjölmargir leikir í 32-liða úrslitum Maltbikarsins og í kvöld eru fimm leikir á dagskránni. RÚV mun sýna á RÚV2 kl. 19:30 leik úrvalsdeildarliðanna Stjörnunnar og Hauka sem fram fer í Ásgarði. 

Leikir kvöldsins verða allir í lifandi tölfræði á kki.is.

Lokaleikur 32-liða úrslitanna fer svo fram á fimmtudaginn en dregið verður í 16-liða úrslit karla og kvenna á morgun þriðjudaginn 17. október og verður lokaviðureignin sem þá á eftir að fara fram með í pottinum.

#korfubolti