17 okt. 2017

Riðlakeppni FIBA Europe Cup hefst í kvöld og þar verður Sigmundur Már Herbertsson FIBA dómari í eldlínunni. Er hann staddur í Belgíu en hann dæmir tvo leiki þar í landi. Í kvöld er það viðureign belgíska liðsins Basic-Fit Brussels gegn kýpverska liðinu Keravnos. Er viðureign kvöldsins opnunarleikur riðlakeppni FIBA Europe Cup.

Á morgun dæmir hann leik belgíska liðsins Belfius Mons-Hainaut gegn Sigal Prishtina frá Kósóvó. Íslendingar þekkja ágætlega til belgíska liðsins Belfius Mons en þeir slógu út KR í forkeppni evrópukeppninnar.

Í næstu viku dæmir Sigmundur leik í Euroleage Women eða meistaradeild evrópu er hann verður með flautuna í viðureign franska liðsins Bourges Basket og tyrkneska liðsins Galatasaray.