18 okt. 2017

Heil umferð er spiluð í Domino's deild kvenna í kvöld. Við hvetjum alla til þess að drífa sig á völlinn og horfa á skemmtilegan körfubolta. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er sjónvarpsleikur kvöldsins Haukar - Valur og en hann sýndur á Stöð 2 sport 6. Leikurinn verður einnig sýndur á visir.is.