18 okt. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í vikunni.

Mál nr. 8-2017-18
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Dagur Kár Jónsson, leikmaður mfl. kk. hjá Grindavík, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Gríndavíkur gegn Haukum í Íslandsmóti, úrvalsdeild kk., sem leikinn var þann 12. október 2017.

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á fimmtudag.