27 okt. 2017Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu.  Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:

11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Höllinni
15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Slóvakíu

Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember.

Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum:
Nafn  Félag Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell 13
Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík 3
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 2
Embla Kristínardóttir Grindavík 14
Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík 7
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur 10
Hallveig Jónsdóttir Valur 10
Helena Sverrisdóttir Haukar 64
Hildur Björg Kjartansdóttir Leganés, Spánn 17
Ragna Margrét Brynjarsdóttir Stjarnan 40
Ragnheiður Benónísdóttir Valur 3
Sandra Lind Þrastardóttir Horsholms, Danmörk 14
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur 49
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík 7
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar 2

#korfubolti