1 nóv. 2017

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, og Pétur Hrafn Sigurðsson, FIBA eftirlitsmaður voru á ferð í Evrópu í vikunni að sinna störfum fyrir FIBA.

Í gærkvöldi dæmdi Sigmundur leik belgíska liðsins Proximus Spirou og ísraelska liðsins Bnei Rav-Bariach Herzliya en leikið var í Belgíu. Heimamenn unnu með fjórum stigum í hörku leik.

Í kvöld var Pétur Hrafn eftirlitsmaður á leik finnska liðsins Kataja Basket og svartfellska liðsins Mornar Bar þar sem finnarnir unnu nauman sigur.