8 nóv. 2017Í hádeginu í dag hélt KKÍ blaðamannafund og var með opna æfingu hjá landsliði kvenna í kjölfarið. Fjölmiðlar mættu og fengu upplýsingar um verkefnið framundan og ræddu við leikmenn og þjálfara.

Riðill stelpnanna verður krefjandi en bæði Slóvakía og Svartfjallaland léku á lokamóti EM kvenna í sumar auk þess sem búast má við að Bosnía tefli fram góðu liði. Það er því ljóst að okkar stelpur fá verðugt verkefni í næstu landsliðsgluggum, en þær sýndu síðasta vetur hvers þær eru megnugar og sigruðu tvo af þrem heimaleikjum sínum.

Ísland mun hafa 15 leikmenn í æfingahóp fyrir leikina tvo í nóvember, þann 11. hér heima gegn Svartfjallalandi og svo þann 15. nóvember í Slóvakíu.

Leikmannahópurinn er þannig skipaður:

Nr.
Nafn     Lið  F. ár  Hæð
Landsleikir 
4 Helena Sverrisdóttir Haukar 1988 184 64
5 Hildur Björg Kjartansdóttir Legonés, Spáni 1994 188 17
6 Hallveig Jónsdóttir Valur 1995 180 10
7 Ragnheiður Benónísdóttir Valur 1994 188 3
8 Embla Kristínardóttir Grindavík 1995 170 14
9 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur 1988 181 49
10 Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík 1998 180 7
11 Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík 1998 180 7
12 Sandra Lind Þrastardóttir Horsholm, DK 1996 182 14
13 Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar 1997 173 2
15 Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík 2000 185 3
22 Berglind Gunnarsdóttir Snæfell 1992 177 13
24 Guðbjörg Sverrisdóttir Valur 1992 180 10
25 Ragna Margrét Brynjarsdóttir Stjarnan 1990 186 40
20 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 1998 188 2


Leikjaplanið í undankeppni EM, sem fram fer í þrem gluggum fram í nóvember 2018 er eftirfarandi:

11. nóv. 2017   Ísland-Svartfjallaland í Laugardalshöllinni kl. 16:00 Sýndur beint á RÚV
15. nóv. 2017   Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu. Sýndur beint á RÚV2
10. feb. 2018    Bosnía-Ísland. Sýndur beint á RÚV
14. feb. 2018    Svartfjallaland-Ísland. Sýndur beint RÚV2
17. nóv. 2018   Ísland-Slóvakía í Laugardalshöllinni kl. 16:00. Sýndur beint á RÚV
21. nóv. 2018   Ísland-Bosnía í Laugardalshöllinni kl. 19:30. Sýndur beint á RÚV2

Stóri leikmannahópurinn:
Fyrir upphaf gluggans núna í nóvember þurfti að skrá með góðum fyrirvara til FIBA og gera löglega alla þá leikmenn sem mögulega átti að vera hægt að tefla fram í nóvember og voru 23 leikmenn í þeim hópi:

Haukar
Helena Sverrisdóttir
Þóra Jónsdóttir
Dýrfinna Arnardóttir

Grindavík
Embla Kristínardóttir

Snæfell
Berglind Gunnarsdóttir

Keflavík
Erna Hákonardóttir
Birna Valgerður Benónýsdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Þóranna Kika Hodge-Carr

Skallagrímur
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir

Valur
Ragnheiður Benónýsdóttir
Guðbjörg Sverrisdóttir
Elín Hrafnkelsdóttir
Dagbjört Dögg Karlsdóttir
Hallveig Jónsdóttir

Stjarnan
Ragna Margrét Brynjarsdóttir

Njarðvík
Björk Gunnarsdóttir

Breiðablik
Isabella Ósk Sigurðardóttir

Horsholm 79ers, Danmörk
Sandra Lind Þrastardóttir

Legonés, Spánn
Hildur Björg Kjartansdóttir


#korfubolti