19 nóv. 2017

Craig Pedersen þjálfara karlalandsliðs Íslands og Finnur Freyr Stefánsson og Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfarar liðsins kynntu þá 12 leikmenn í blaðamannafundi í dag sem halda til Tékklands á mánudag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Tvær breytingar voru gerðar á 12 manna liðinu sem var kynnt á dögunum en Pavel Ermolinskij getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi hjá félagsliði sínu að vera með í fyrri leiknum. En vonir standa til að hann geti verið með í seinni leiknum. Þeir Axel Kárason, Tindastóll, og Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan, koma inn í stað þeirra Pavels og Tryggva. Tómas spilar sinn fyrsta A-landsliðsleik gegn Tékklandi.

Ísland spilar gegn Tékklandi á föstudaginn 24. nóvember og svo Búlgaríu hér heima mánudaginn 27. nóvember.

Nafn Lið F. ár Hæð Landsleikir
Brynjar Þór Björnsson KR 1988 192 67
Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket (FRA) 1992 198 61
Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 200 116
Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket (SWE) 1982 190 85
Kári Jónsson Haukar 1997 192 5
Kristófer Acox KR 1993 198 30
Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 192 143
Martin Hermannsson Charleville (FRA) 1994 194 56
Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 194 20
Tómas Þórður Hilmarsson Stjarnan 1995 200 Nýliði
Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll 1993 180 5
Tryggvi Snær Hlinason Valencia (ESP) 1997 215 24
    Axel Kárason                                   Tindastóll                             1983            193               56