20 nóv. 2017

Íslenska karlalandsliðið er nú á leiðinni til London þar sem þeir fljúga svo yfir til Prag í Tékklandi síðar í dag. Þar hitta þeir fyrir þrjá leikmenn og annan aðstoðarþjálfara liðsins sem koma beint þangað, áður en haldið verður í rútu til bæjarins Pardubice, þar sem leikurinn fer fram á föstudaginn kemur.

Leikurinn verður sýndur heima í beinni útsendingu á RÚV2  24. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma (kl. 18:00 ytra).

Brynjar Þór Björnsson hefur verið veikur undanfarna daga og gat ekki ferðast með liðinu út í morgun. Í gær var tilkynnt á blaðamannafundi fyrir brottför að Pavel Ermolinskij væri meiddur og þá er verið að vinna í því að Tryggvi Snær Hlinason nái seinni leiknum með landsliðinu í nóvember sem verður á mánudaginn kemur heima gegn Búlgaríu.

Þeir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni, og Axel Kárason, Tindastól, komu inn í liðið í þeirra stað fyrir fyrri leikinn.

Liðið gegn Tékklandi verður því þannig skipað:

# Nafn Lið
F. ár Staða Hæð Landsleikir
1 Martin Hermannsson Chalon Reims (Frakkland) 1994 Bakvörður 194 56
4 Axel Kárason Tindastóll 1983 Framherji 193 56
6 Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket (Svíþjóð) 1982 Bakvörður 190 85
8 Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 Miðherji 200 116
10 Kári Jónsson Haukar 1997 Bakvörður 192 5
11 Tómas Þórður Hilmarsson Stjarnan 1995 Framherji 200 Rookie
12 Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll 1993 Bakvörður 180 5
14 Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 Skotbakvörður 192 143
19 Kristófer Acox KR 1993 Framherji 198 30
21 Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 Framherji 194 20
24 Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket (F) 1992 Framherji 198 61
88 Brynjar Þór Björnsson KR 1988 Skotbakvörður 192 67

#korfubolti