22 nóv. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.

Úrskurður nr. 25/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Arnór Daði Jónsson, leikmaður Keflavíkur, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Keflavíkur og KR í bikarkeppni unglingaflokks karla, sem leikinn var þann 13. nóvember 2017. 

Úrskurður nr. 26/2017-2018

Með vísan til ákvæðis 4. mgr. 8. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, er kæra sem barst þann 15. nóvember sl., þar sem kærð var háttsemi í leik Grindavíkur og ÍR í unglingaflokki karla, sem leikinn var þann 11. nóvember sl., vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

 

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á fimmtudag.