24 nóv. 2017

Nú er það ljóst að Tryggvi Snær Hlinason mun koma heim til Íslands í dag föstudag og ná seinni leiknum með Íslandi gegn Búlgaríu í Höllinni á mánudaginn kemur í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær átti leik í gærkvöldi í EuroLeague með Valencia gegn Brose Bamberg í Þýskalandi þar sem þeir þýsku höfðu eins stigs sigur. Tryggvi mun ferðast heim í dag til Íslands og því eiga möguleika á að vera með í leiknum gegn Búlgaríu.

KKÍ hefur verið í talsverðum samskiptum við forsvarsmenn Valencia undanfarnar vikur og um miðja vikuna náðist samkomulag um að Tryggvi fengi að koma heim. KKÍ harmar þær deilur sem eru á milli FIBA og EuroLeague og það er sérstaklega svekkjandi að EuroLeauge hafi ekki staðið við þann samning sem gerður var fyrir um ári síðan um að leikir færu ekki fram í EuroLeague á meðan landsleikjaglugginn er í gangi hjá FIBA.

Þá mun Brynar Þór Björnsson einnig koma inn í hópinn á nýju eftir veikindi sem urðu til þess að hann fór ekki með liðinu til Tékklands og því verða 13 leikmenn sem Craig Pedersen getur valið úr fyrir seinni leikinn í þessum landsliðsglugga.

Miðasala á heimaleikinn í Höllinni mánudag er í fullu fjöri á TIX.is.

13 manna leikmannahópur Íslands fyrir leikinn gegn Búlgaríu (12 leikmenn á skýrslu)

Nafn Lið F. Ár Leikstaða Hæð Landsleikir
Axel Kárason Tindastóll 1983 Framherji 193 57
Brynjar Þór Björnsson KR 1988 Skotbakvörður 192 67
Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket (FRA) 1992 Framherji 198 62
Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 Miðherji 200 117
Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket (SWE) 1982 Bakvörður 190 86
Kári Jónsson Haukar 1997 Bakvörður 192 6
Kristófer Acox KR 1993 Framherji 198 31
Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 Skotbakvörður 192 144
Martin Hermannsson Chalon Reims (FRA) 1994 Bakvörður 194 57
Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 Framherji 194 21
Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll 1993 Bakvörður 180 6
Tómas Þórður Hilmarsson Stjarnan 1995 Framherji 200 1
Tryggvi Snær Hlinason Valencia (ESP) 1997 Miðherji 215 24