25 nóv. 2017Á mánudaginn kemur er komið að næsta leik okkar drengja í undankeppni HM 2019 en þá taka þeir á móti Búlgaríu á heimavelli í Laugardalshöllinni. 

Leikurinn hefst kl. 19.45 og er miðasala í gangi á TIX.is.

Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV2 einnig og á netiu á www.ruv.is/ruv-2

Við hvetjum alla stuðningsmenn Íslands til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum sem hafa nú unnið þrjá heimaleiki í röð í Höllinni og stefna á að halda því áfram!

ÁFRAM ÍSLAND!

#korfubolti #FIBAWC #ThisIsMyHouse