3 des. 2017

Í dag og í kvöld fara fram leikir í Domino's deildum karla og kvenna. Einn leikur fer fram hjá konunum þegar Snæfell fær Njarðvík í heimsókn í Stykkishólm kl. 14:00. Hjá körlum fara fram fjórir leikir og hefjast þeir allir kl. 19:15.

Stöð 2 Sport sýnir einn leik í kvöld og það er nágrannaviðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni.

Allir leikir dagsins eru í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.

Domino's deild kvenna
kl. 14:00 · Snæfell-Njarðvík 

Domino's deild karla
Njarðvík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
Stjarnan-Haukar
ÍR-Grindavík
Valur-Þór Akureyri

#korfubolti