6 des. 2017Sigmundur Már Herbertsson, einn FIBA dómara okkar, dæmir í kvöld leik Tango Bourges Basket gegn Sopron Basket í Bourges í Frakklandi í EuroLeague kvenna.

Sigmundur Már er aðaldómari leiksins en með honum dæma í kvöld Pedro Coelho frá Portúgal og Maciej Nazimek frá Póllandi. 

KKÍ óskar Sigmundi Má góðs gengis í leiknum í kvöld.

#korfubolti