8 des. 2017

Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þórs liðin tvö mætast í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Domino's deild karla

🏀 Þór Þorlákshöfn - Þór Akureyri

Domino's körfuboltakvöld
Eftir leik eða um kl. 22:00 hefst svo Körfuboltakvöld Domino's á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir gang mála í Domino's deildunum og helstu tilþrifin sýnd og gengi liðanna krufin til mergjar.

1. deild karla
Fjórir leikir fara einnig fram í 1. deild karla í kvöld.
🏀 ÍA-Gnúpverjar kl. 19:15
🏀 Fjölnir-Breiðablik kl. 19:15
🏀 Hamar-Snæfell kl. 19:15
🏀 FSu-Vestri kl. 20:00

Lifandi tölfræði á kki.is að venju frá öllum leikjum kvöldsins, bæði úr Domino's deildinni og 1. deildinni.

#korfubolti #dominos365