11 des. 2017

Í kvöld lauk 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og því ljóst hvaða lið munu vera í skálinni góðu þegar dregið verður í undanúrslitin 2018. Dregið verður í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar á morgun, þriðjudaginn 12. desember, að Grjóthálsi 7-11 kl. 12:15. Þangað hafa fulltrúar liðanna sem eiga sæti í undanúrslitum hjá körlum og konum verið boðaðir, sem og fjölmiðlar.

Undanúrslit karla fara fram miðvikudaginn 10. janúar kl. 17:00 og 20:15.
Undanúrslit kvenna fara fram fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og 20:15.

Allir sex leikirnir sem eftir eru í keppninni verða sýndir beint á RÚV og RÚV2.

Liðin sem leika í Laugardalshöllinni í byrjun janúar eru eftirfarandi. 

Maltbikar kvenna · Undanúrslit
Keflavík
Njarðvík
Snæfell
Skallagrímur

Maltbikar karla · Undanúrslit

Breiðablik
Haukar
KR
Tindastóll

#maltbikarinn #korfubolti