11 des. 2017Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 og verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.

Sigurvegarar kvöldsins tryggja sér farmiða í undanúrslitin í Laugardalshöll sem leikin verða miðvikudaginn 10. janúar hjá körlum. Konurnar leika í undanúrslitunum fimmtudaginn 11. janúar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram laugardaginn 13. janúar.

Netútsending:
tindastoll.is sýnir beint frá Sauðárkróki á netinu frá leik Tindastóls og ÍR.

Maltbikar karla · Leikir kvöldsins
Breiðablik-Höttur
Njarðvík-KR
Tindastóll-ÍR
 
#maltbikarinn #korfubolti