14 des. 2017

Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður FIBA á leik UMEA Udoinate gegn Basket 90 Gdynia í EuroCup kvenna í kvöld. Er þetta fyrsti leikurinn þar sem Rúnar Birgir er eftirlitsmaður FIBA.  

Leikurinn hefst kl. 18:00 og fer hann fram í Umeå í Svíþjóð.  

Dómarar leiksins eru þeir Juris Kokainis frá Lettlandi, Nikola Bejat frá Noregi og Eduard Udyanskyy frá Englandi.

Við óskum Rúnari Birgi til hamingju með sinn fyrsta leik sem eftirlitsmaður FIBA og óskum við honum góðs gengis. Rúnar hefur áralanga reynslu af störfum eftirlitsmanns í deildunum hér heima og á landsleikjum Íslands á heimavelli.