19 des. 2017Í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport síðastliðinn föstudag voru verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2017-2018 í Domino's deildum karla og kvenna.

Það voru þau Ryan Taylor, ÍR, og Helena Sverrisdóttir, Haukum, sem voru kjörinn bestu leikmennirnir á fyrri hlutanum.

Þá voru úrvalsliðin kjörinn og voru þau þannig skipuð:

🏀Úrvalslið karla · Fyrri hluti 2017-2018
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Kári Jónsson · Haukar
Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Ryan Taylor · ÍR

🏀Úrvalslið kvenna · Fyrri hluti 2017-2018
Danielle Rodriguez · Stjarnan
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík
Helena Sverrisdóttir · Haukar

Borce Ilievski, ÍR, í Domino's deild karla og Hildur Sigurðardóttir, Breiðabliki, Domino's deild kvenna, voru valin bestu þjálfarar deildanna í fyrri hlutanum.

Bestu ungu leikmennirnir voru Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki og Kári Jónsson, Haukum. Bestu varnarmennirnir voru Urald King, Val, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni.

Stuðningsmenn ÍR fengu stuðningsmannaverðlauninn og Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn.

#korfubolti