20 des. 2017

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari dæmir nú í kvöld leik Artego Bydgoszcz gegn Aluinvent DVTK Miskolca í EuroCup kvenna. 

Sigmundur Már er aðaldómari leiksins og meðdómarar hans verða Silvia Marziali frá Ítalíu og Zdenko Tomasovic frá Slovakíu.

Leikurinn fer fram kl. 18:00 í Bydgoszcz í Póllandi. 

KKÍ óskar Sigmundi Má góðs gengis í leiknum.