29 des. 2017Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, föstudaginn 29. janúar, og opnar á ný á nýju ári þann 2. janúar 2018.

KKÍ þakkar fyrir viðburðarríkt körfuknattleiksár sem er að líða og sendir óskir til landsmanna og samstarfsaðila um farsæld á komandi nýju ári. Hæst ber að nefna þátttöku landsliðs karla á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fór í Finnlandi, og þar sem rúmlega 2.000 íslendingar mættu og studdu við bakið á strákunum okkar, og var umtalað af mótshöldurum og starfsfólki FIBA hvað Ísland settu eftirminnilegan svip á keppnina. Það er því vel við hæfi að mynd af stuðningsmönnum Íslands prýði dagatal FIBA sem sent var til allra sambanda innan FIBA núna fyrir árið 2018.

#korfubolti