3 jan. 2018Maltbikarinn 2018 nær hámarki í næstu viku þegar undanúrslit karla og kvenna verða leikin á miðvikudaginn og föstudaginn 10.-11. janúar og svo úrslitaleikirnir á laugardeginum 13. janúar. Að auki fara fram Maltbikarúrslit yngri flokka á föstudegi og sunnudeginum og því körfuboltahátíð framundan í upphafi ársins.

Fyrir undanúrslit og úrslit meistaraflokkanna er hægt að kaupa Maltbikar-passa á alla 6 leikina. Það eru tveir undanúrslitaleikir karla á miðvikudeginum kl. 17:00 og 20:00, tveir undanúrslitaleikir kvenna á fimmtudeginum kl. 17:00 og 20:00 og svo úrslitaleikina sjálfa á laugardeginum kl. 13:30 og 16:30.

Maltbikar-passann er hægt að kaupa hérna á tix.is.

#maltbikarinn #korfubolti