3 jan. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.

Úrskurður nr. 34/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður mfl. hjá Tindastól, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls gegn ÍR í bikarkeppni KKÍ kk, 8 liða úrslitum, sem leikinn var þann 11. desember 2017.

Úrskurður nr. 36/2017-2018
Hinn kærði, Viktor Alexandersson, leikmaður Stjörnunar b, mfl. kk., er sýknaður af háttsemi þeirri sem hann var kærður fyrir eftir leik Leiknis R. og Stjörnunar b á íslandsmóti 2. deildar mfl. kk., sem leikinn var þann 16. desember 2017.

Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á morgun fimmtudaginn 4. janúar 2018.