13 jan. 2018

Það var Reykjanesbæjarrimma í úrslitum Maltbikars kvenna í dag. Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík áttust við í Laugardalshöllinni í frábærri stemningu.

Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda þar sem liðin skiptust á að skora út leikinn. Keflvikingar voru einni til tveimur körfum á undan lengst af í leiknum en grannar þeirra gáfust aldrei upp og spiluðu einn sinn besta leik í vetur.

Keflvíkingar reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu með 11 stigum 74-63.

Besti maður leiksins var Brittany Dinkins en hún var með 16 stig, 11 fráköst, átta stoðsendingar og fimm stolna bolta.

Til hamingju Keflavík!