13 jan. 2018

Tindastólsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í meistaraflokki karla í sögu félagsins í dag er þær mættu KR í troðfullri Höll í úrslitum Maltbikars karla.

Það var mikil spenna í loftinu og áhorfendur mættu snemma og var stemningin á pöllunum frábær fljótlega eftir að húsið opnaði.

Miklar væntingar voru bundnar við leikinn enda tvö ef betri liðum landsins að mætast í úrslitaleiknum og mátti því búast við spennuleik. Svo varð ekki raunin en Tindastólsmenn keyrðu muninn upp í upphafi leiks og létu forystuna aldrei af hendi. Lokatölur leiksins 69-96 Sauðkrækingum í vil.

Besti maður leiksins var valinn Pétur Rúnar Birgisson en hann var með 22 stig, sjö fráköst, átta stoðsendingar og þrjá stolna bolta.

Til hamingju Tindastóll