13 jan. 2018Í dag er komið að stóra deginum þegar úrslitaleikirnir í meistaraflokkum Maltbikarsins fara fram í Laugardalshöllinni. Fyrri leikur dagsins er viðureign karlaliðanna og þar á eftir verður úrslitaleikur kvenna. 

Bikarkeppni KKÍ hefur verið leikin frá árinu 1970 hjá körlum og 1975 hjá konum.
Hægt er að lesa ýmislegt fróðlegt á kki.is um sögu bikarúrslitanna

Beint á RÚV
Báðir leikir dagsins verða í beinni á RÚV.

Miðasala
Áhorfendur geta keypt miða á tix.is eða á leikstað í Höllinni. Miðaverð er 2.000 kr. á hvorn leik fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir bötn 5-15 ára.

Lifandi tölfræði / LIVE statt
Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum að venju á sínum stað á kki.is.

🏆Maltbikarinn · Úrslitaleikir
➡️Laugardalshöllin
🗓Lau. 13 janúar

⏰ 13:30
🏀 KR-TINDASTÓLL · Úrslitaleikur karla

⏰ 16:30
🏀 KEFLAVÍK-NJARÐVÍK · Úrslitlaleikur kvenna

#maltbikarinn #korfubolti